30.7.2010 | 09:51
Morkunkyrrð, bláber og avocado
Mikið er nú yndislega fínt að vakna snemma og njóta sumarsins og morgunblíðunnar. Hlakka alltaf til að vakna til þess eins að geta slappað af, borðað morgunmainn minn í notalegheitum og anda rólega.
Ég anda nefnilega mjög órólega þegar ég sef...
Síðsumarblómin farin að blómstra.
Eitt sem lítur út eins og geimkvekendi þegar ég flassa það! Ekki furða - ég yrði líka mjög hrædd.
Er samt ósköp saklaust og fínt.
Þetta er svo það sem ég borðað í morgun!! Gleymdi að taka "fína" mynd fyrir hræring.
Jebb, það er grænt og jebb, það eru tonn af berjum í því og jebb, þetta er avocadograutur.
Uppskrift væntanleg þegar dýrið er ákkúrat. Eitt tips með avocadograuta - bláber eru algerlega málið!
Njótið helgarinnar elsku fólk, gangið mishægt um gleðinnar dyr og borðið mikið af góðum mat -> mjöög stórt atriði!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 21:21 | Facebook
Athugasemdir
Umm, jömmí grautur. Ég hef hvorki gerst svo fræg enn að hafa prófað avocadó, sítrónu né kaffigraut... ég verð held ég að kýla á eitthvað framandi fljótlega ;)
Í orkuleysinu í morgun mixaði ég megagóðan ofurdrykk úr bláberjum, sveskjum, cashew, hveitikími, eplasafa, epli, banana og jógúrt. Omega3ið fór ekki útí heldur var skeiðað með, ég set ekki neitt vont útí ;) nema, ég á það til að skella bréfi af grænu te með í blenderinn og ramma bragðið af því magically hverfur!
laufey Br. (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 11:20
ohooo.. hljómar vel! Þarf að prófa svona grænt te! :)
Elín Helga Egilsdóttir, 31.7.2010 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.