Olíu- og mjólkurlaust banana speltbrauð með bláberjum

Fyrir þá sem eru með mjólkuróþol og... olíu... óþol! Ekki það að ólífu olían myndi skemma nokkuð, holla fitan er nauðsynleg. En þetta er gott, gott brauð. Mjög djúsí og skemmtilegt. Bragðgott með eindæmum og endalaust hægt að leika sér með deigið.

Olíu- og mjólkurlaust banana speltbrauð með bláberjum

 

Olíu- og mjólkurlaust speltbrauð með banana og bláberjum 

Hráefnin

3 vel þroskaðir bananar, stappaðir

2 msk ferskur sítrónusafi (jafnvel nota smá sítrónubörk líka)

1/3 bolli + 2 msk möndlumjólk (eða sveskju/eplamauk)

2 msk hunang

1/3 bolli púðursykur (ég notaði muskovado)

1 tsk vanilludropar

Möndlumjólk

1 tsk möndludropar

1 bolli bláber, fersk eða frosin

2 bollar spelt

1/2 bolli múslí (ég notaði sólskyns)

3/4 tsk lyftiduft

3/4 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

Aðferð:

Stappa banana og blanda fyrstu 8 atriðunum saman. Banana - bláber. 

Dáið sítrón

Lovely

Blanda blautu saman

Blaberin mín

Er alltaf með einn "draslaradisk" þegar ég er að baka undir hrat og skítug áhöld. Þarna get ég plantað notuðum skeiðum, berki, skafi, hýði, afgangs smjeri... ekkert subb á borðið. Þó það útbúi einn auka disk sem þarf að þrífa. Það er nú ekkert svo hræðilegt! Fyrir utan þá Über alles mikilvægu staðreynd að ég veit alltaf hvert ég set dótið mitt ef ég er með draslaradisk Blush

Draslara og áhaldadiskur

Næst blanda saman þurrgumsinu...

Múslí extraordinaire

Allir saman saman

voila

...og gúlla svo þurrgumsi í blautgums og rétt hræra. Muna að hræra ekki of mikið, bara rétt þannig að allt blandist.

Öllu rétt blandað saman

Hella í olíusmurt brauðform og baka í 40 - 50 mínútur við 175 gráður. Ég var með mitt brauð inni í 50 og það varð svona líka mjúkt og djúsí.

Núh.. ef þið eigið ekki brauðform þá leika af fingrum fram!! Ójá! Álpappír og eldfast mót! Verður ekkert voðalega fallegt í laginu, hvað þá á þessari mynd, en alveg jafn fínt á bragðið.

Klessudeig

Og svona leit kvekendið út nýkomið úr ofni.

Risabrauð.. k.. aka?

Ohmn nom nom!

Fullkominn biti

Olíu- og mjólkurlaust banana speltbrauð með bláberjum

Hvað myndi ég gera næst!

Bæta við chia- eða hörfræjum og möndlum fyrir hollu fituna. Nú eða öðrum hnetum/fræjum, líka til að gefa bragð/áferð og kram. Jafnvel eplum eða meira af berjum (hindber, jarðaber..). Þurrkaðir ávextir... 

Verður eitthvað næst?

Já... ójáhá!

Brauð og köttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mhh lúkkar og hljómar mjög vel   Næstum eins og brauð dulbúið sem kaka ... þetta verð ég að prófa

Ásta (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:16

2 identicon

mhm en girnilegt! lítur út fyrir að vera svo djúsí en samt svo hollt, verð að prófa þetta :p

Halla (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta var alveghreint eðalfínt. Bananarnir verða að vera súúper vel þroskaðir og bláberin gefa enn meiri djúsí áhrif.

Varð reyndar svolítið kökulegt svona útflatt og ekki í laginu eins og brauð :)

Geggjað nýkomið út úr ofni með smá grískri og osti. Tala nú ekki um smjöri. Oghhh...

Elín Helga Egilsdóttir, 3.8.2010 kl. 13:45

4 identicon

Hæ skvís - er búin að sakna síðunnar þinnar á meðan þú varst í útlandinu ;O)

Hvað er 1 bolli mikið á þínum mælikvarða 2 dl eða 21/2 dl??

Kveðja Sól

Sól (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 09:13

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta er eitt stykki amerískur bolli og ég held að einn slíkur séu um það bil 2,3 eða tæpir 2,4 minnir mig.

Svaðalga nákvæmt hérna. Svaðalega. ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 4.8.2010 kl. 09:20

6 identicon

Hehehehe...greinilega allsvaðalega!!  Takk fyrir þessar upplýsingar Elín :O) 

Annað svaðalegt....þegar þú varst að byrja í "léttingu" tókstu þá algjörlega til í mataræðinu eða varstu með einn nammidag?  Lagðirðu mikla áherslu á próteinið og varstu að æfa með eða??

Kveðja Sólin

Sól (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 22:19

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þegar ég byrjaði fyrst þá tók ég einn nammidag, svo prófaði ég að sleppa nammidögum og í raun allir "óhollustu" í heilan mánuð og uppskar svaðalegan ofur árangur, en ég gæti ekki sleppt nammi og gúmmulaði alveg. Ég myndi krumpast saman eins og álpappír.

Ég lagði mikla áherslu á hreint prótein já, eftir lyftingar æfingar, en það er eini tími dagsins sem ég fékk mér prótein í duftformi. Lyfti 3x í viku og var að brenna í og með eftir nennu :)

Elín Helga Egilsdóttir, 5.8.2010 kl. 09:19

8 identicon

expertvillagenice

Hungradur (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband