Perusamloka með hnetum, avocado, capers og alfa alfa

Búin að dreyma þessa loku í langan tíma og lét verða af því að útbúa kvekendið í dag.

Best að nota gróft brauð að sjálfsögðu. Fitty er það sem næst kom grófum brauðum í höllinni í dag svo það var nýtt.

Svaðilförin byrjaði á ráðvilltum avocadobita! Ef greyið hefði aðeins vitað hvaða örlög biðu hans.

Fyrir smurningu.

Avocado fyrir smurningu

Eftir smurningu! 

Hér mætti líka nota rjómaost eða eitthvað slíkt.

Eftir smurningu

Mylja möndlur yfir fyrir knús og kram. Eða valhnetur og já, það mætti vera meira af hnetum, átti bara ekki meira.

Það er þvílíkt harlem í gangi í hráefnamálum.

Möndlumulningur

Capers... eða... kapers, við erum nú einu sinni Íslendingar hérna, og pipra eftir smekk.

Ef ekki kapers þá kannski súra gúrku? En muna þá að salta smá líka.

Kapers

Alfa alfa spírur.

alfa alfa

Síðast en ekki síst, ofurpera, skorin í næfurþunnar sneiðar.

Mjög mikilvægt að þetta sé ofurpera.

nohm

Plasta.

Meðfærilegt hádegisát

Afplasta!

Hello beautiful

Borða!

NOHM

Ómægod! Segi ekki meir.

Oj hvað mér þótti hún góð! Alfa alfa auðvitað svolítið eins og gras en samt svo crunchy og ferskt. Þeir sem ekki fíla alfað geta sett iceberg, spínat.. hvað sem er. Kapers vann vel á móti sætri og djúsí perunni, mætti vera meira af því, meira af peru og meira af hnetum! MEIRA! Skemmtileg samvinna ýmissa hráefna, bæði hvað varðar áferð og bragð.

Ætla að fá mér svona aftur á morgun.

alfaalfa hey

Svo var ég að fá nýtt fínt! Gleym mér ey, handunnið leðurband!!! Uppáhalds uppáhalds blómið mitt!

forgetmenot

Soldið stórt, en það gerir ekker til!

gleymmérey

Mikið er avocado gleðilegt til átu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála síðustu setningunni. Síðustu daga hef ég verið með æði fyrir "egg in a basket", smurt með avókadó sem hefur verið stappað í sítrónu og sjávarsalti. Áferðarperrinn fer á flug þegar að stappan baðar sig í eggjarauðunni! Gaman þegar litlir hlutir gleðja sálir matar-fanatics:)

Helga B. (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 22:19

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh miiiikið er ég sammála þér og avocadostappa sem baðar sig í eggjarauðu náði svo sannarlega að kalla fram græðgispúkann í mér!

Þetta skal útfært núna um helgina. Linsoðin egg eru ekkert nema dásemdin einar.

Elín Helga Egilsdóttir, 30.7.2010 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband