Sítrónu ómægod3 grautur með mango

1. Afsakið óskýrar og leiðinlegar myndir.

2. Myndir eru óskýrar og leiðinlegar sökum hugmyndar, skyndiákvörðunar í gærkveldi, þegar birta var óhagstæð og litla myndavélin í fýlu!!!

1 eggjahvíta, tæplega 1/3 bolli hafrar, vatn, möndlumjólk, 1/2 skeið chia.

Vanilló!

Vanilludropar

Sítrónó!

Sítrónudropar

Inn í örbylgju þangað til þykkt er að þínu skapi. Bæta þá við smá salti og mangó! Og síðast en ekki síst...

Mango í grautinn minn

...Ómægod-3 lýsi!

Og vá... það var sko ómægod í þennan graut!

Detti mér allar steindauðar lýs (lýs.. lýsi.. hoho) úr höfði! Þetta gerði grautinn mín kæru!

Ómægod3 lýsi

HAHH!!! Virkaði svona líka ofurvel því það er jú sítrónubragð af lýsinu. Gerir áferðina á grautnum mýkri og skemmtilegri. maður finnur heldur ekki mikið fyrir því að það sé lýsi að fela sig þarna, amk ekki ég, því sítrónu-/vanilludropar ásamt mangói fela. Mangóið ákkúrat sætt/súrt í hverjum bita - kom hryllilega vel út!

*gleði gleði*

Inn í ísskáp!

1 tsk lýsi

Hljóp frammúr í morgun og beint inn í eldhús með svo miklu offorsi að ég hrundi á trýnið!

Það var glæzt!

Sá svo skyr í leiðindum sínum inn í ísskáp og ákvað að gefa því tilgang á ný. Gobblaði slettu út á grautinn.

Skyr og sítrónugrautur

Hrærði smá! En bara helmingnum - vildi ekki skyrbragð í allan grautinn.

Helmingnum hrært

Svona mikið af skyri, eða bragðið af skyrinu kannski, er aðeins of yfirgnæfandi fyrir þennan graut og minn smekk. Það fannst ekki mikið sítrónu/mangobragð af grautnum ef skyrgomma var með í skeiðinni - lítið af skyri hinsvegar var ákkúrat fínt. Prófa AB-mjólk næst.

Eftir bland

Best!

Lítið af skyri svo sítróna og mangó fái að njóta sín! Föllkomið, ferskt og skemmtilegt!

Omega3, sítrónu grautur með mango

Næsta skref í þessum grautarmálum eru til dæmi bláber, sítrónubörkur, sítrónusafi, möndlur!

Sítrónu-ómægod3 grautar eru góðir... góðir grautar mín kæru! Ójá! Hlakka til að gera þennan el perfecto!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

endalausar hugmyndir sem þú færð :)

 En heyrðu þessar eggjahvítur sem þú kaupir hjá Garra, getur maður mætt á svæðið og keypt þær eða þarf maður að panta þær eða hvernig er þetta?

Halla (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jájá, bara arka beint inn og heimta hvítur :)

Elín Helga Egilsdóttir, 28.7.2010 kl. 12:25

3 identicon

Snilld þá get ég loksins farið að prófa eggjahvítupönnsur og setja þetta í grautinn, er úber spennt :)

Vildi samt að ég hefði fattað þetta fyrr, finnst eggjarauðan ógeð en það sleppur ef ég geri eggjahræru/köku og þetta blandast saman... en núna verður það sko eggjahvítukökur í tonnavís hjá mér :D

En já hvað er annars ein eggjahvíta mikið úr svona brúsa?

Halla (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 13:42

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Segir utan á brúsanum að 1 dl sé um það bil 3 - 4 eggjahvítur. Segir líka að dunkurinn endist í viku eftir að hann hefur verið opnaður - ekki salveg satt, geymist nokkuð lengur en það :)

Eggjahvíta eru svona 35 gr. Getur vigtað ef þú vilt vera nákvæm

Elín Helga Egilsdóttir, 28.7.2010 kl. 14:02

5 identicon

Snilld, Takk kærlega :D

Halla (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 14:48

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það var nú afskaplega smátt mín kæra :)

Elín Helga Egilsdóttir, 30.7.2010 kl. 09:58

7 identicon

 fást þessi vanilludropar hér á landi?

Dagbjört (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 19:30

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ekki þessir nei.

Fást samt örugglega alkohól fríir dropar í einhverri heilsubúðinni :)

Elín Helga Egilsdóttir, 31.7.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband