Eggjahvítu tortilla með tómat-mango sósu og avocado

Enn og aftur eggjakaka. Ég bara fæ ekki nóg. Óstöðvandi eggjaátsmaskína!

Bjó mér hinsvegar til hálfgert tómat/mango mauk til að setja með inn í krumsið og húhahh, það var gott. Átti kirsuberjatómata á lager og einmana mango sem varð að nýta áður en mango guðinn kallaði það til sín. Það er annars svo lítið eftir af hráefnum hérna í höllinni að búðarferð fer að verða nauðsyn.

Ég fer um leið og ég er farin að reyna að útbúa panini úr pappakassanum hérna inn í stofu!

Það mætti þó bæta í tómat gumsið mörgum gleðilegum aukaefnum. Aukaefni verandi laukur, hnetur, krydd ofr. En gerum eitthvað gott úr því sem er til!!

Kirsjuberjatómatar, mango, hvítlaukur, egg, avocado og einhvurslags krydd, sósur og edik!

Byrjaði á því að hella soja og ediki (balsamik eða hvítvíns, helst balsamic) á pönnu ásamt 1,5 niðurskornum hvítlauksrifjum og leyfði að malla. Þarnæst fylgdu niðurskornir kirsó og niðurskorið mangó ásamt oregano. 

Mikið af orðum sem enda á -o!

Þarnæst setti ég út á pönnuna eilítið cumin og ponsulítið kúmen, saltaði, pipraði vel og leyfði að malla í smá stund. Hellti svo dass af vatni á pönnuna, sauð meira og loks smávegis maizena til að þykkja dýrið. Úr varð þessi fína sæta/súra sósa. Myndi setja út í hana hot sauce næst - eða chilli!

Beinustu leið á eggjahvítuköku og avocado fallega raðað á gleðigumsið.

Avocado og tómat/mango sósa

Aaavocado

Loka!

Ekkert nema mannasiðir! Óþarfi að hafa þetta útglennt fyrir allan heiminn að sjá!!

...

Mikil eggjakökudramatík í gangi ákkúrat núna.

Alveg að fá að smakka

Felumango!

Enn og aftur ullar maturinn minn á mig.

Ullandi eggjakaka

Fyrsti bitinn fínn!

Hreint og beint

Annar bitinn ákkúrat eins og hann á að vera! Útbjakkaður í sósu og almennri hamingju!

Mmmhmmm

El subbó!

Út um allt

En gott subbó!

Nahhmmii

Oj hvað þetta gladdi mig óstjórnlega. Fátt til á lager en reddaðist svona líka vel. Ætla að halda áfram á tómata og mangó brautinni, hún er mjög jákvæð. Bæta út í þetta meiri lauk og baunum og jafnvel pasta. Útbúa eitthvað gott salat....

...góðir át-tímar framundan. Finn það á mér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld :D ég elska einmitt svona eggjahvítupönnsur og finnst gott að eta þær með t.d. ávöxtum. En þetta skal sko prófað :D hljómar eins og fyrirmyndar kvöldmatur fyrir annað kvöld (í kvöld er það fiskmeti).

Harpa Sif (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 19:51

2 identicon

Hvernig mixarðu eggjahvíturnar? Takk enn og aftur fyrir frábæra síðu;)

Unnur (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 09:10

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Harpa Sif: Ohh já - þetta var eðalfínt. Var alveg að fíla þetta súrsæta bragð. Tómatar náttúrulega í uppáhaldi! Líka gott ef þú ert í stuði fyrir eitthvað létt - elska svona eggjakökukrums.

Unnur: Barasta hvítur í skál, smá mjólk (möndlumjólk í þessu tilfelli), krydd - hræra og út á pönnu :)

Elín Helga Egilsdóttir, 28.7.2010 kl. 10:04

4 identicon

Mmm þetta lítur sæmilega út hjá þér vinan! Verð að fá mér góða eggjahvítuköku um helgina, klárt:)

Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 18:28

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þær geta verið svo ákkúrat ofur, léttar og fínar.

Án efa eitt af mínum uppáhalds átum. Eins boring og það hljómar, get svo svarið það.

Elín Helga Egilsdóttir, 30.7.2010 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband