26.7.2010 | 09:33
Hugulsemi
Ég bara varð að deila þessu með ykkur.
Ég varð alveg eins og nýlöguð rjómabolla þegar ég sá þetta og las.
Marsibil sendi á mig eftirfarandi póst og myndir!
---
hæhæ ég er kölluð Billa og er búin að vera að fylgjast með þér, ekkert smá flottar og góðar uppskriftir, ég er að fara að búa og ég er búin að vera að dunda mér í að copya og pasta uppskriftirnar í word, minnka myndirnar og setja þetta fínt upp, kom þessi fína uppskriftarbók útúr því Takk kærlega fyrir það ;) gott að hafa svona bók í búskapinn, hlakka til að sjá fleiri uppskriftir frá þér og auðvitað bæti ég í safnið ;) skoða síðuna á hverjum degi. Takk fyrir hugmyndirnar, þær eiga eftir að nýtast vel ;)
KV.Billa
Ómægúdness, ég bara á ekki orð. Sjáið hvað þetta er glæsilega fínt? Að taka sér tíma og gera eitthvað svona!
Svo mikið kát í hjartanu, svo mikið meira en bara uppi með mér. Ekki það að ég vilji vera að blása í mitt eigið horn hérna, (enskan alveg að gera sig) þetta er bara svo mikil hugulsemi af þér Billa mín, senda á mig póst og sýna mér.
Það leynast perlur allstaðar og þú mín kæra ert svo sannarlega ein perlan. Þú gerðir daginn minn mjög bjartan með þessum pósti. Þótti virkilega vænt um þetta framtak.
Bestu þakkir fyrir.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hugleiðingar | Breytt 24.9.2010 kl. 21:17 | Facebook
Athugasemdir
Ég set uppáhalds uppskriftirnar yfir í excel en les beint af skjánum þegar ég er að prófa mig áfram í fyrsta sinn.
Það skemmtilega er að það er hægt að lesa bloggið og uppskriftirnar aftur og aftur og fara "inn í" stemninguna, lýsingarnar eru svo magnaðar
kveðja úr hitanum á eyrinni
Hulda (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:14
Nei vá hvað þetta er flott!! Ekkert smá gaman að sjá Elínar-afrekin svona vel tilhöfð! :)
Erna (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:34
Vá en flott!
.. ég prentaði út svoldið af uppskriftunum þínum þegar ég ætlaði að taka mig svaka taki (sem gerðist svo ekki alveg eins og ég hafði vonað
) En þetta er góð hugmynd og alltaf gaman að fá klapp á bakið .. þú átt það svo sannarlega skilið Ella
.. hver veit nema maður geri eitthvað svipað og Billa
Ásta (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 13:06
er ekkert smá ánægð með þetta og gaman að sjá að þetta gleðji þig svona og þá verð ég kátari með það ;) þetta er líka búið að taka vel sinn tíma þar sem þetta eru böns af uppskriftum og mappan væri sko stútfull ef ég hefði ekki minnkað myndirnar, mun prófa uppskriftirnar vonandi sem flestar ;) girnó girnó ;)
Billa (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 13:11
Ouhhhhhhwwww....
Elín Helga Egilsdóttir, 26.7.2010 kl. 16:37
mátt sko alveg vera glöð í hjartanu enda lumaru á fullt af flottum uppskriftum!!
Tók akkurat nokkrar og henti yfir í word og prentaði út um daginn ;)
Ein af þeim var af hafrastöngum með hnetusmjörinu, gerði samt smávægilegar breytingar... og að mylja þær út á skyrið á morgnana er sjúklega gott!
Halla (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.