21.7.2010 | 10:10
Steypugrautur
Helst svo þykkur að skeiðin festist!
Það... er best!
Í gærkvöldi átti þetta sér stað og út úr ísskáp leit snilldin svona út!
Ég, skeiðin og þessi grautur vorum miklir félagar í morgun!
Sjáið nú bara hvað hún plummar sig vel í morgunblíðunni!
Hafragrautsskraut iGrauts dagsins í dag innihélt gommu af skyri...
...ásamt hnetum og kanil!
Gvöðdómlega fínt, ekki satt?
Gvöðdómlega gott, mjög svo satt.
Fullkominn biti! Segi það aftur. Alveg eins og þykkur vanillu Sago. Nýt hverrar skeiðar sem mest ég má!
Fullt af chia!
Meira af kanil og hræra! Þið kunnið þetta!
Hvort að möndlumjólkin hafi skilað sér fullkomlega hvað bragð varðar get ég ekki sagt með 100% sannfæringu, en "vatnsbragðiið" var ekki alveg jafn yfirgnæfandi. Ef það hljómar gáfulega.
Máli mínu til stuðnings kemur hér vídjó af ofursnilld morgunsins. Ohhh mama!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 21:15 | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha. Ohhh Ella. Svo gaman að því hvað þú nýtur þess að borða.
Heyrist í endanum á videoinu ".. mmmmmm!". Eins og Homer.
HB (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 10:57
sæl....
Þessi uppskrift af Hafra- og heilhveitipönsunum, er hun fyrir 1 manneskju eða fleiri?? :)
Skuggalega góðar
Andrea (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 10:57
HB: Þessi grautur var líka svo fullkomlega ákkúrat fyrir áferðakvikindið! Djísús! Hlakka til að vakna á morgnana.. get svo svarið það.
Andrea: Ohh - þær eru uppáhalds. Nota þær spari þegar mig langar í eitthvað svaðagott í morgunmat með smá hnetusmjöri, sultu, banana, múslí.... ughh!
Þessi uppskrift er fyrir fleiri já. Þó það sé auðvelt að gúlla þeim öllum, og jú, það hefur komið fyrir - þá væri það ekki ráðlegt marga daga í röð
Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2010 kl. 11:11
Sæl :)
Takk fyrir þitt flotta blogg! Ég kíki oft við hjá þér og fæ hugmyndir - á sjálf ýmsar útgáfur af morgun"hræringi" en nú langar mig að prófa og vita meira með þessi Chia fræ... fást þau hér á landi og ef svo er, hvar?
Með kveðju og þakklæti úr sólinni í Stykkis...
Íris Huld
Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, 21.7.2010 kl. 13:01
Hellúú mín kæra
Já, keypti þau í Heilsuhúsinu. Eflaust til á fleiri stöðum, hef bara ekki leitað víðar. Svo er hægt að fara á netið og panta þar - hvort það sé ódýrari lausn á ég líka eftir að kanna.
Meiri upplýsingaveitan sem ég er... jesús :)
Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2010 kl. 13:22
Borðaðru grautana oftast kalda? :Þ
Hahaha tek undir með HB minntir dolítið á Homer Simpson með mmm þarna í lokin ;)
Ásta (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 16:53
Hahaha... mmmmm, donuts!
Það fer voðalega eftir skapi, veðrum og vindum, hvort ég vilji heita grauta eða kalda. Yfirleitt fæ ég mér kalda grauta að sumri til og heita á veturna.
Undanfarið hef ég þó borðað grautinn kaldann - einfaldlega af því ég ööölska áferðina á kvekendinu þegar það tekur á móti mér galvaskt út úr ísskápnum!
Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2010 kl. 18:08
mm já pönnsurnar eru skuggalegar!!! hættulega góðar..... En hva, er þessi uppskrift þá fyrir 2, 3 eda fleiri ca?? :)
Andrea (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 18:47
Ef ég ætti að giska þá myndi ég nú halda fyrir 2 rosasvanga, 3 miðlungssvanga eða 4 ekkert voðalega svanga ;)
Ef þú ætlar að vera með svaða pönnsupartý þá myndi ég nú dobbla eða.. trebbla?... uppskriftina.
Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2010 kl. 20:24
Hinsvegar, ef þú ert að spögúlera í "skammtastærð" þá er þessi uppskrift, fyrir 2, rétt tæplega rífleg.
Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2010 kl. 20:26
ok æði ... takk fyrir þetta !
Andrea (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.