Gleym-mér-ei

Þvílíkir dýrðar dásemdar ofurdagar.

Íslandið fagra kæra að sumri til. Það er bara ekkert betra.

Gærdagurinn var stórkostlega latur og feitur og heitur og frábær! Pallaslímseta og almennt ónennelsi yfirtóku alheiminn og átvaglið átti auðvelt með að fylgja í kjölfarið.

Bjó til mikinn eðalgraut í morgun. Sagði einhver Chia? Eruð þið orðin leið á að heyra orðið Chia? Chia chia... cia?

Ekki ég!

 

Einn einfaldur með chiafræjum, vanillu og berjum.

Einfaldur Chiagrautur með vanillu og berjum

Tæplega 1/3 bolli hafrar

2 eggjahvítur

1/2 msk chia

gomma af vatni

Smá salt

vanilludropar

Hafragrautsskraut:

Þiðin ber og berjasafi.

Allt í skál, hræra vel, inn í örbylgju. Taka út eftir 30 sek, hræra vel aftur - endurtaka þangað til grauturinn er orðinn að þínu skapi.

Gjörninginn setti ég svo inn í ísskáp á meðan ég sjænaði mig til. Toppaði með berjum eftir ísskápsveru og úr varð þessi snilld!

Einfaldur Chiagrautur með vanillu og berjum

Svona líka flauelsmjúkur, deigó, mildur og berin súr á móti! Uss! Ris-a-la mande kikk! Gaman og gleðilegt að borða þessa snilld í morgun. Sérstaklega þegar safinn byrjaði að leka inn á milli, í og með. Kom skemmtielga út á móti vanillukeimnum.

Föllkominn áferð

Noohhhmm

Garðurinn hennar mömmu er svo glæsilega fínn. Þarf að setja inn myndir við tækifæri. Hann inniheldur líka sjö tonn af uppáhalds "blóminu" mínu! Gleym mér ey! Jú víst, þetta er blóm! Sjáið bara hvað það er fullkomlega fínt og æðislegt!! Er svo ákkúrat! Pínkupons, blátt, gult, hvítt, fíngert... og... það er hægt að festa það við fötin sín! Ójá!

gleymmérey

Morgunmats-át-aðstaðan inniheldur líka stóra bróður uppáhalds blómsins! Ég gæti setið og gónt á þessa bjútíbombu svo klukkustundum skiptir. Fíhííínt!

Stóri bróðir

Bootcampó í kvöld! Hlakka til!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband