20.7.2010 | 11:07
Sushi
Já takk. Já takk tvisvar. Ég elska sushi!
Ölska... sushi!
Úr því við erum nú að tala um sushi á annað borð, svona algerlega óplanað, ótrúlegt... ómægod!
Sjáið bara hvað ég rákst á upp á Nings.
Snilld ekki satt?
Gott fyrir áferðaperra eins og mig - brún grjón eru á skemmtilega tyggjulistanum fyrir utan þá óumflýjanlegu staðreynd að þau eru jú æskilegri en þau hvítu.
Nei - þú færð ekki!
Og já, það eru til skemmtilegir og óskemmtilegir tyggjulistar!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fiskur, Út að borða | Breytt 24.9.2010 kl. 13:42 | Facebook
Athugasemdir
Velkomin úr sumarfríi, þín var saknað í netheimum :)
Ég er ein af þeim sem hendi eggjarauðum eins og þær séu smitberar, hvar færðu hreinar eggjahvítur?
P.S. þessi köttur er með þeim sætari :)
SÓ (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 13:04
Ohhh hann er yndi.
Kaupi eggjahvíturnar í Garra. (linkur hérna vinstramegin á síðunni). Svaka fínar, koma í 1,5 lítra dunkum minnir mig! :)
Elín Helga Egilsdóttir, 20.7.2010 kl. 19:14
Elskulegu bloggin þín!
Ég er með eina spurningu. Ég er kvöldnartari dauðans og á auðvelt með að safna bjúg. Er eitthvað sem þú gætir mælt frekar með að ég nartaði í í kringum 20 leitið til 22 frekar en annað ? Á milli 19 - 20 hjóla ég vanalega 9 km og svoo langar mig vanalega í eitthvað.. Eitthvað hollt sem fær mig til þess að langa ekki að háma í mig.. einhverjar hugmyndir?
Eyrún Kristín (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 13:42
Hmmm... ef þú átt mjög erfitt með þetta þá er sniðugt að hafa í huga að borða ágætis kvöldmat og drekka mikið af vatni. Sjá hvort það stoppi nartþörfina eitthvað. Ef þú ferð út að hjóla, borða létta máltíð fyrir og eftir túrinn og svo kannski létt snakk um 10 leitið?
Ef þú finnur þig knúna til að narta, hvort sem það er eftir hjólatúr eða ekki (jebb - ég er nartari dauðans):
1. Frysta ávexti, t.d. banana, vínber og borða frosin (mjöög gott)
2. Smánart í hnetur/möndlur (passa samt skammtinn)
3. Skera niður grænmeti - t.d. litlu gulræturnar. Gætir haft með þessu einhverja létta dressingu úr 5% sýrðum rjóma, skyri eða ab-mjólk.
4. Skera t.d. niður epli og borða með smá hnetusmjöri (ekki meira en msk af smjeri) eða eplasneið með fitulitlum osti.
5. Taka fitulitla jógúrt og mixa saman með berjum/ávöxtum, setja í mót og frysta. Borða sem "ís" á kvöldin.
6. Sykurfrítt múslí/morgunkorn með undanrennu. Bara lítinn skammt - jafnvel narta í smá cheerios og rúslur?
7. Hrökkbrauð með smá kotasælu eða létt smurosti og tómatsneiðum.
Ætti kannski að henda upp smá nartpistli og sjá hvað aðrir hafa um þetta að segja :)
Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2010 kl. 14:44
Bara muna skammtastærðirnar!
Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2010 kl. 14:44
Þúsund þakkir fyrir þetta! Já skammtastærðin er það sem mér finnst erfitt að vita - fæ oft ,,samviskubit" ef ég held að ég sé búin að borða of mikið á þessum tíma - þó það sé í hollari kanntinum.
Er t.d. orðin sjúk í frosin vínber en það er svo erfitt að hætta að narta í þau. Hef einnit prófað epli með lífrænu hnetusmjöri ooog músli með undarennu er líka í uppáhaldi.
Nastl pistill væri æðiiii! Því það er svo gott að narta en maður þarf að kunna það og gera það rétt, svo maður geti leyft sér að njóta þess almennilega:) Mælirðu með einhverri sérstakri jógúrt t.d. ef ég frysti hana?
Aftur takk!:)
Eyrún Kristín (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 13:32
Það var nú mest lítið - ekki mikil hjálpin í mér, þú ert með þetta allt á kristal tæru sýnist mér.
Í raun bara hvaða jógúrt sem þér þykir best. Gætir jafnvel prufað létt AB-mjólk ef þér þykir hún ekki of súr. Alltaf hægt að sæta smá með hunangi að sjálfsögðu, nú eða banana.
Gætir líka prófað þetta. Eitt af mínu uppáhalds uppáhaldi. Setja smá hnetusmjör með og þú ert í himnaríki.
Elín Helga Egilsdóttir, 22.7.2010 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.