17.7.2010 | 15:48
Chiaskyr og þetta veður...
...jahérna hér. Þetta veður!
Þvílík dásemd.
Svo hlýtt.
Æðislegt þegar eyjan ákveður að blessa okkur með ofurveðri. Þá er hver einasti íslendingur úti á brókinni eitthvað að vesenast - nú eða liggja í leti með belginn upp í loft eins og ég er að gera núna.
Ægilega jákvætt þetta land að sumri til. Chiaskyr er líka jákvætt að sumri til eftir brennslu. Sérstaklega chiaskyr sem er búið að fá að dúsa inn í ísskáp í klukktíma og kólna vel. Eins og að borða sagó með skyrbragði! Hahh!!
Elska sago.
Elska líka þetta hengirúm. Er aðeins of löt til að ná í myndavélina, búin að koma mér hérna fyrir og nota því myndavélina sem fylgir makkanum.
Gerið það fyrir mig og njótið dagsins! Það þýðir bara ekkert annað!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Heilsa, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.