1.7.2010 | 10:28
Verkir, vitleysa og helgin handan við hornið
Ging gang gully gully gully gully wash wash
Ging gang goo, ging gang goo
Ging gang gully gully gully gully wash wash
Ging gang goo, ging gang goo
Haila, oh haila shaila, oh haila shaila haila huhu
Haila, oh haila shaila, oh haila shaila haila huhu
Shalowah, shalowah, shalowah, shalowah
Umpah umpah umpah...
Hverjum dettur þessi vitleysa í hug? Og hvað í ósköpunum var viðkomandi að borða á meðan þessum skrifum stóð? Ég væri til í einn bita af því forboðna gumsi!
Morgunmatur extraordinaire! Ef ég spreða peningum í eitthvað (annað en Ástralíuferðir), þá spreða ég þeim með engri eftrsjá í ber!
Glæsiber! Sjáið'etta!
Fulkomin HSB blanda. Hafrar, skyr, ber!
Ég þarf að kaupa mér chia fræ. Chia fræ í þessa skál myndu rota allra hörðustu morgunmats beikon- og sýrópspönnsuætur vestanshafs!
HSBC, hljómar svolítið eins og sjónvarpsstöð sem sýnir einvörðungu amerískan fótbolta!
BHSB - Blanda höfrum, skyri og berjum. Ekki jafn fallegt, alveg jafn gott.
Annað í fréttum: Er með harðsperrur í öllum skrokknum. Allstaðar. Ekki einn vöðvi sem fær frí - meira að segja nasavængirnir eiga erfitt með að blakta í vindinum. Ég hef aldrei, ég endurtek, aldrei... fengið svona svapalegar harðsperrur.
Svapalegt verandi verra en svaðalegt!
Bootcampf á eftir... mig vantar aðstoð!
Umpah, umpah, umpah...
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Morgunmatur, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 13:34 | Facebook
Athugasemdir
Það þarf ekki annað en að kíkja hingað inn til að brosa.
Þú ert dásamlegt eintak. Takk fyrir að gera daginn bjartari.
Móa (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.