3.5.2010 | 01:23
Mite, vegemite...
...alveg magnað hvað ég er orðin húkkt á þessu saltgumsi!
Búin að vera hálf slöpp undanfarið. Er það ekki guðdómlega týpískt og undursamlega yndislegt eitthvað sem bara kemur fyrir mig? Jú... ójúvíst. Alveg magnað - ekkert hræðilegt, en nógu fúlt til að vilija bara vera heima undir sæng og góna á sjónvarp.
Sem ég hef að sjálfsögðu ekki gert!
Allavega. Hvað er ég ekki búin að prófa að borða og smakka og narta í... og láta elda ofan í mig? Fátt býst ég við. Er aðallega í smakkinu núna. Ef ég finn nýtt súkkulaði þá kaupi ég það til átu, bara af því. Ef ég sé nýtt bakaríisgums, jebb, þá kaupi ég það bara til að éta. Melbourne á fimmtudaginn, þar verða veitingastaðir og niðurgrafnar, sveittar steikarbúllur rannsakaðar af mikilli kostgæfni.
Þurrkað kjöt, að sjálfsögðu. Væri fullkomið fyrir íslenskan vaxtaræktar ofurmarkað. Segi það satt. Prótein, prótein, prótein og lítil sem engin fita. Ágætis tilbreyting frá harðfisk, þó svo hann sé æðitið fínn. Þetta er alveg hið ágætasta smjatt skal ég ykkur segja.
Tassie laxinn sívinsæli. Alveg eins og... jah... okkar lax? Hvað get ég sagt! Ég hoppaði ekki í hringi og sá regnboga og hvolpa!
ELLA... NO!
ELLA... YES! Öfug sálfræði alla leið, upp og aðeins á ská! Nei, þetta var ekkert spes, en enginn segir mér að ég megi ekki bíta í súkkulaði!
Pom wonderful! Eitthvað sem ég hef rekist á trekk í trekk í rápi mínu á netinu og hahh - það var smakkað, það var gott, það var ekkert til að missa hár og tennur yfir. En ég gæti alveg ímyndað mér að nota þetta í góða djúsí hressandi fressandi sumardrykki!
Ohhh svo þessi fíni fíni ávöxtur. Sjáið hvað hann lítur eitthvað "evil" út!. Eins og lítið dýr! Hann er æði!
Heyrið þið hann ekki urra??
Úúuúú!
Hlaupkennt, djúsí, dísætt, þétt...
Ohhh búið!
Passion fruit! Því krumpaðri sem hann er því þroskaðri er hann víst. Þá vitið þið það - þeir sem við komumst í heima eru ofþroskaðir. Eins og brúnn banani eða mjölepli!
Lítur nú ekki passionlega út greyið. Hverjum hefði dottið í hug að jafn ljótur ávöxtur og þessi væri svona svakalega, hræðilega, grátlega bragðgóður! Þetta er það besta sem til er út á jógúrt! Ég segi ykkur það. Morgunmaturinn minn, síðan ég mætti á svæðið, samanstendur af jú, jógúrti, bláberjum, passion fruit innihaldi og hnetumulning!
Jebb, ég hef komið mér vel fyrir hérna! Sett mark mitt á heimili aumingja Euan! Hann sogast hægt og rólega inn í átvaglsheiminn - hægt ... vægt til orða tekið! Óholla hornið! Ójööah!
Holla hornið!
Hann sagðist líka aldrei hafa átt svona mikið af mat á "lager" og núna. Svosum ágætt að hafa mikið af mat til að friða átvaglið þegar hungrið byrjar að segja til sín. Færa matarterroristanum fórnir. Samt nokkuð skondið að kokkurinn sjálfur sé ekki að kafna í hráefnum. Skiljanlegt svosem. Hann borðar allan daginn rjómasósur, ofurpasta, eðalgúrmeylaxa og kjöt. Fyrst núna sem hann er farinn að fá sér morgunmat - hahh!! Segið svo að átvaglið hafi ekki ágætis áhrif.
Ekki hægt að segja að þetta sé mikið per se... hmm haa? Pff! Hef nú séð það stórkostlegra sko
Á laugardaginn var túrisinn leiddur í gegnum Salamanca markaðinn hérna í Hobart. fullt af allskonar sniðugu að sjá þar eins og búmerang (mjög merkilegt fyrir Íslendinga), ofurleðurhatta, heimagert nammi, olíustanda, fatahorn, matargúrmey og det hele og jú... BRATWURST! Naaaaasty bratwurst með sveittum svissuðum lauk, sinnepi, tómatsósu... you name it! Euan greip sitt sérlega laugardags bratwurst og ég guggnaði.
Ég fékk mér pizzu! Sjáið bara hvað hún leit girnilega vel út. Svo fín og sæt.
Hún var því miður eins og að bíta í plast og Euan aumkaði sér yfir mig og gaf mér bita af sveittustu pylsu hérnamegin Eyjafallajökuls! Göndullinn (afsakið orðbragðið)... var... æði! Ojbara hvað pylsan var sveitt og ofur! Næsti laugardagur mín kæru, þá fæ ég mér mitt eigið, sveitt, bratwurst!
Mjög fallegt hérna í Hobart.
Ég keypti líka "Kiss biscuit" til að eiga með kaffinu. Hindber eru mikið notuð í allt í heiminum í Ástralíu og kiss biscuit er með hindberjasultu inn á milli og hindberjakremi ofaná. Að sjálfsögðu. Hún var svakalega ofursæt - spékoppar á rasskinnarnar sæt, en það er einmitt ákkúrat eitthvað fyrir mig! Mmhmm!
Jebb... meira kaffi! Hverjum hefði dottið það í hug? Reyndar er þetta meira eins og heit mjólk með kaffi... keim! En þannig byrjar þetta er það ekki? Ég verð orðin kaffisnobb í lok maí, vitið til!
Sjáið svo bara! Einkar heppilegt að eiga svona vini ekki satt? Eftir langan labbidag og túristalega hluti hafði, ótrúlegt og engin lygi, matur fram hjá mér farið svo gott sem allan daginn. Plastpizzur og nammi gagnast skrokknum víst lítið til lengri tíma. Þegar átvaglið fer svo að grenja á mat þá lifnar kokkurinn við, svuntar sig, hnífar og voila!
Ég fylgdist mjööög vel með öllu sam átti sér stað í þessari blessuðu máltíð og veiheiii hvað það var gaman. Var eins og lítil barn. Aumingjans maðurinn líka hræðilega duglegur að segja apanum mér allan tímann nákvæmlega hvað hann var að gera og af hverju þetta og hitt væri gert svona og svona. Hann bjó til besta lauk/beikongums í algeimi. Rjómakennt og bjútifúl með ferskum kryddjurtum. Æðislegt með kjúlla. Ofnsteikt grænmeti, sem varð af einhverjum ástæðum alveg krispí og karamelló að utan en mjúkt að innan. Meira að segja sætu kartöflurnar.
Næstum því ekkert til, hélt ég. Einmitt! "Úhhhúhúuu Ella, hér eru kartöflur, skulum gera svona og svona og þetta og hitt og hægri, vinstri og smá svona til að gera þær fullkomlega krispí að utan, eitt hopp og heljasnúningur, salt, timian, inn í ofn, smá olía.. húhh.. hahh...riverdance - Ella, ertu að ná þessu?" Jebb! Núna kann undirrituð leyndarmál til að gera bestu, krispý ofnbökuðu kartöflur í heimi og hjálpimérallirheilagirkartöfluandar!! Þær voru algerlega fullkomnar þessar!
Einföld máltíð, ekkert sem ég hefði ekki getað gumslað saman en hvað áferð og bragð varðar, þá var þetta bara det beste som er mine venner! Óguðminngóður! Litlir hlutir eins og smáá dropi af dijon sinnepi ákkúrat í þetta horn með twisti - ég dey!!
Það er gott að vera ég! Jebb, það er bara gott að vera ég!
Jæja, farin út í sólina. Ætla að túristast í bænum í dag og finna nýja ísbúð sem opnuð var í síðustu viku - get ekki beðið eftir því að leyfa ykkur að sjá hana. Hún er svaðaleg!! Hihiii!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 13:31 | Facebook
Athugasemdir
Skvo, ég held að þú verðir að fara að koma með annað blogg - hliðarblogg sem að snýst ekki bara um það sem í magann skal fara! Im dying here í aðrar fréttir frá the land down under
En annars gott að heyra frá yður, gott að þér líður vel og ert greinilega södd!
Þín er saknað og njóttu lífsins áfram
Dossan (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 01:37
vá ! -gaman að sjá tréð í Hobart !! -var farin að halda að Ástralía væri bara matarbox. og hurru átvagl, mmundu að panta þér 2 sæti á leiðinni heim ;)))))
muhahahahaha pure evil :Þ
ps. ég sé að þú þarft enga frekari hvatningu við að skemmta þér vel svo að ég sleppi því bara í bili but we all miss you and like to hear about other stuff than just foooood !
Svava Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:16
já og ég sé það núna að hin ástralska Jessica sem er rétt að verða yngst til að sigla í kringum hnöttinn er bara rétt hjá þér við Hobart
http://www.jessicawatson.com.au/the-voyage
ég er búin að vera að fylgjast með henni á netinu allan tímann og svo ferð þú bara þarna út til að taka á móti henni fyrir mig ;)
Svava Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:53
held að þetta séu by far girnilegustu kartöflur sem ég hef séð..... ég er mikil kartöflumanneskja sko .....
Skemmtu þér vel
Hulda (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 17:03
Gaman ad sjá hvad thú skemmtir thér vel í Aussie, medleigjandinn minn er akkúrat nýkomin thadan og vill ólm fara aftur. Skil samt ekki alveg ad thú sért ad fíla vegemite... thad er einn sá allra mesti óbjódur sem ég hef smakkad, hahaha.
Haltu áfram ad skemmta thér
Ella (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 09:17
Gaman að komast í svona fjársjóðskistur, endalausar tilbreytingar:) Reyndar var svona biltong framleitt hér á íslandi, úr íslensku hráefni en með suður afrískri aðferð. Veit ekki hvort að það sé ennþá selt en ekki langt síðan ég sá það í hagkaup. Fann hérna gamla grein um þetta
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1084286
Vonandi nærðu að hrista af þér þennan slappleika og njóta ferðarinnar alveg í botn.
Gerður (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 10:40
Ég elska hvað þú ert ótrúlega mikill matarperri, fyllir mig hreinlega eldmóði þegar ég les bloggið.
Hulda B (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 08:56
jei svo gaman í útlandinu góða.. borða borða borða like like like :)
ætla fara á stúfanna og ath hvort þetta þurkaða nautakjöt sé enn til á isl.
Heba Maren (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 23:37
þurrkað nautakjöt? er það ekki sama og beef jerky? það er allavega oft til í Hagkaup, og sérstaklega þegar það eru Amerískir dagar þar. Mega Próteinríkt!
Munda (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:45
Það er framleitt þurrkað kjöt á Ísafirði, bæði úr Nautakjöti og Hrefnukjöti (sumu finnst bragðið af því spes) http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1026970
Elísa (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 21:28
nú ok vissi það ekki.mun klárlega ath það næst þegar maður á ferð í RVK-ina :) ætli þetta þurkaða nautakjöt gæti komið í stað harðfisks sem kvöldsnarl?
Heba Maren (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 20:58
Vá hvað allt er spennó og girnó... tja nema bratwurst-ið (gubb). Alveg að öfunda þig niður í görn núna. Skemmtu þér vel áfram mín kæra.
Heba! Getur notað þurrkað naut/hrefnu í staðinn fyrir harðfisk... the boss says yes ;)
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.5.2010 kl. 10:56
er það boss? JEI !!! þá ætla ég sko að gera mér spes ferð til rvk á næstunni að kaupa mér solleiðis.. harðfsikurinn er nefnilega GeðVeikislega dýr:)
Heba Maren (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.