7.4.2010 | 09:49
Hjálpi mér allir heilagir - komdu með skyrið
Get svo svarið það. Dreymdi skyr og ber í nótt! Þegar ég vaknaði í morgun voru öll skilningarvit æpandi á þetta kombó af svo miklum heljarinnar fítons krafti að annað eins hefur ekki verið skráð í græðgisbækur! Hjörð af súmóglímuköppum hefði ekki stoppað átvaglið á leið sinni í ísskápinn eftir hinum alheilaga kaleik ofurskyrs! Þessari krísu var reddað hið snarasta!
Áfram strunsaði kvendið, inn í ísskáp, reif skyrdolluna út með ólýsanlegu offorsi og arkaði svo í frystinn þar sem öll ofurber alheimsins hvíla... svo gott sem. Bláber og hindber urðu fyrir valinu enda þeim hrúgað af mikilli áfergju ofan í skyrdolluna ásamt muldum hörfræjum og kanil og þessu hrært saman á augabragði. Það reyndi á í morgun að byrja ekki að hamsa þessu í andlitið á sér en vinnufundur kallaði á kúna!
Lítur svolítið sakleysislega út ekki satt?
Dollan fór því í nokkurra mínútna ferðalag með undirritaðri, kom sér vel, því ég gat troðið þessu eins frekjulega og ég vildi í andlitið á mér á fundinum góða. Ekkert uppvask og dollan tæmd á hraða ljóssins!
Nau nau nau nau...úúúúú... hvað er að ske hér?
ÚÚÚÚÚ..... plánetubláber!
Meiri kanil takk...
...og skeið sem er stærri en dollan sjálf! Það vill enginn ganga um með skyrfingur!
Svo er ég með áráttu fyrir því að borða skyrgums/grauta/búðinga... með teskeið! Það er bara eitthvað við það sem ég fíla betur en risa Cheerios skeiðar! Sem er svo önnur saga - morgunkorn/múslí með mjólk skal ætíð spisa með stórri skeið! Súpur tilheyra einnig stóruskeiðarflokknum!
Takk fyrir í dag - humar í hádeginu og bak/brjóst æfing í eftirmiðdaginn! Það held ég nú!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Morgunmatur, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 13:24 | Facebook
Athugasemdir
Haha, skyrfingur.. Það er gott að vita til þess að ég er ekki ein um að reyna allt til þess að forðast það :)
Það er ALLT betra þegar maður borðar það með teskeið.. Maturinn endist örlítið lengur ;)
ellen ýr (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 10:05
Omm nomm...skyr og ber klikkar ekki;)
En hérna....ein spurning: Hversu oft í viku ertu að lyfta? Ferðu stundum tvisvar á dag eða hvernig er þessu háttað hjá þér?
kv. Ein sem vill verða eins og þú:D
Dóra (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:22
hahahahahahaha ..... dásamleg. Maður spenntist allur upp við þessa lýsingu. Eins og spennusaga af bestu gerð.... "berjaskyrið og baráttan við átvaglið ógurlega"
Hulda (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 15:07
Ellen Ýr: Ég veit!! Við ættum að stofna teskeiðafélag! Endalaus hamingja sem fylgir áti með teskeið!
Dóra: ouuwww takk fyrir þetta mín kæra. Ég er að lyfta 3x í viku núna og brenni þegar ég nenni (rímar og allt). Er að brenna alla daga inn á milli lyftinga og stundum, ef ég er í góðu stuði, nú eða vöknuð fyrir allar aldir, þá dríf ég mig í smábrennslu að morgni lyftingardags (yfirleitt hiit/hringþjálfun). Svo er ég búin að vera að fara í hot yoga á þeim dögum sem ég er ekki að lyfta - en það er bara undanfarið.
Brennsla breytist dag frá degi, fer eftir nennu og getu. Stundum tek ég 45 "hæga" brennslu á fastandi maga. Stundum tek ég spretti (HIIT) eða hringþjálfun. Er þá yfirleitt búin að borða fyrstu máltíð eða helming af fyrstu máltíð - myndi án efa andast ef ég færi í þær æfingar tóm eins og tunna. Tek hring/hiit 1 - 2 í viku.
Alltaf frí á sunnudögum - eða einn dag í viku, alveg máttlaus, lin og löt upp í sófa heima!
Hulda: hahahah! Þetta var mjög dramatískur morgun! Samt ágætt að vakna vitandi nákvæmlega hvað maður vill ofan í sig setja!
Elín Helga Egilsdóttir, 7.4.2010 kl. 16:06
ertu hjá einhverjum þjálfara núna?
Jóna (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.