6.4.2010 | 10:39
Fyrir tveimur dögum og risaberi síðan
Keypti frosin bláber í Hagkaup í gær. Ekki frásögu færandi svosum nema fyrir þær sakir að 250 gr. poki kostaði rúmar 300 krónur, ásamt hægri handlegg, og berin sjálf voru jafn stór og pattaraleg könguló! Æði!!
Oj - hræðileg samlíking!
Þetta kætti mitt matgráðuga sjálf mikið enda smjattaði ég vel og vandlega á hverjum bita af bláberja-kanilgrautnum í morgun. Erfitt að taka myndir þegar últrablöðkur eru að strekkja á þér - reyndi að smella af á milli hnipra! Gekk ekki betur en svo.
Þó var frosnuberjabragð af berjunum enda voru þau - jah... frosin. Ekkert sam jafnast á við fersk, fín, hrein og bein bláber en ómæ, þau eru alltaf svo góð!
Víkjum okkur nú að fyrri helming titils þessarar bloggfærslu! Móaflatarkjúlli extraordinaire! Ó hvað þú ert ööölskaður af öllum! Hugsið það sem þið viljið um þessa snilld - þetta er ekkert nema gott!
Fjórar hænur að jafna sig í stegepose!
Notkun stegepose gæti komið þessum kjúlla á framabraut í hryllingsmyndum!
The three amigos!
Spaghetti!
Litlar plánetur fljótandi í sykurdýrð!
Óskýr afasovs!
Afi búinn að koma sér vel fyrir að útbúa hina óskýru afasovs!
Skerum dýrið niður til að auðvelda úlfunum átið!
TADAAAA! Þetta hvarf - alltsaman!
Svo ég takið það fram. Eina rétta leiðin til að borða Móaflatarkjúlla er að:
Skera kjúkling og kartöflur smátt. Setja spaghetti á disk og blanda saman við. Hella sósu yfir spaaghettíið og punkturinn yfir I-ið -> hella kartöflusykurbráð yfir sósuna! Ójöah!
Hræra!
Óguðogallirenglarnir!
Eftirréttur! Held ég hafi náð að graðga í mig hálfum líter af ís, megninu af rjómanum og aðeins of mikið af súkkulaðinu. Fólkið mitt hætti að telja ferðirnar eftir fjórar!
Svo verð ég bara að skrifta og létta þessu af sál og líkama. Ég er ein af þeim sem getur borðað/drukkið rjóma au natural og étið smjöri beint upp úr dollunni - og líkar það vel!!
Fjúhh - þetta tók næstum á!
Yoga í kvöld - jess!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Svindl, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 13:24 | Facebook
Athugasemdir
Móaflatarkjúllinn hljómar eitthvað svo vel.... þarf að panta svona ömmu til að gera svona fyrir mig ;)
... og já brokkolísalatið var geggjað. Kom svo sannarlega á óvart og var étið upp í skít
Hulda (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 21:48
Kjúllinn er bestur og brokkolísalatið er æði. Virkar líka með svo mörgu - fisk/kjúlla/kjöti. Lovit!
Elín Helga Egilsdóttir, 7.4.2010 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.