5.4.2010 | 22:42
Páskalamb
Amman og afinn og lærið!
Ef það er matur á annað borð, á afa og ömmuborð, þá er það annaðhvort lambalæri eða Móaflatarkjúlli! Lambið var matreitt eins og alheilögum páskamat sæmir og gott var það!
Kartöflur og sovs. Afasovs er ætíð, ætíð best. Sjáið líka hvað kartöflurnar eru fínar - fljótandi um eins og litlar plánetur...
...og já. Þetta eru fyrsta flokks ofursykurkartöflur! Mmmm!
Ég var svo áfjáð í að komast í matinn að ég gleymdi að taka mynd af disk fyrir át! Tók þó eina eftir átið og var ekki svo stressuð því ég átti eftir að fá mér aftur!
Einmitt!
Gullið silfrið hennar ömmu! Mikið silfursmíðakvendi!
Jæja. Farin að sofa. Brennsla á morgun klukkan 06:00!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjöt, Kvöldmatur, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 13:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.