30.3.2010 | 09:49
Endurfundir
Kökudeigsgrauturinn! Endurupplifun í tíunda veldi, beint á ská með kómísku ívafi! Hvítt súkkulaði Scitec, kanill og kókos! Þar sem ég var á leið í rafbylgjur og samherping, aðeins sein fyrir, gat ég ekki gúllað þessu í mig í bílnum. Ég þurfti að bíða! Átvögl... bíða ekki. Erfitt athæfi enda brast mér allur kraftur og sjálfsagi á leiðinni í kippina og reif upp ofurboxið sem geymdi dýrðina í morgun, bara til að þefa!
Ógvöð! Langaði svooo að bíta í! Átvaglið stórhættulegt umferðinni, á rauðu ljósi að góna ofan í grautarboxið eins og lirfa á laufblaði. Nýbúin að brenna, svangari en svartbjörn eftir dvala og enn 5 mínútur í að ég kæmist á leiðarenda!
*Áfram maður, það má keyra hérna á 70!*
*Neiii... þarft ekki að hægja svona svakalega á þér í beygjunni - hvað er þetta!!*
Þetta hafðist þó á endanum og ómæ... fyrsti bitinn!
*englasöngur*
Heilagur Brynjólfur með kaleik milli tánna! Þetta var ákkúrat það sem átvaglið var að leita eftir! Bragðlaukarnir tóku trylltan riverdans! Gladdi mig meira en orð fá lýst, get svo guðsvarið fyrir það! Af hverju gleðin var jafn óstjórnlega æðisleg og raun bar vitni er ég ekki búin að átta mig að fullu á ennþá!
Hver herpingur á fætur öðrum og grautarbiti á milli! Kósý? Últrakósý?
Borða hægt - bara einn lítinn bita í einu!
NEIIIIIIIII!!!!
Hot Yoga á eftir!! *hopp**hopp**hopp*
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftir æfingu, Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 13:22 | Facebook
Athugasemdir
Það er EKKI HÆGT að bíða í nanósekúndu frá brennslu til átu.... gleymdu því að svarthol Naglans myndi samþykkja það EVER!!!
Sóðalega girnilegur grautur... verður prófaður í nánustu framtíð....þaðheldégnú
Ragnhildur Þórðardóttir, 30.3.2010 kl. 11:35
Yndislegur grautur hjá þér:)
Ein spurning...ert þú eitthvað að taka casein prótein líka? Ég var að hugsa um að fjárfesta í slíku...en veit ekki um neinn sem hefur prófað það.
Dóra (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 14:33
fjárfesti í hvítu súkkulaði Scitec áðan... var að spyrja Kristínu og Ellu í Þrekhöllinni/Vaxtarræktinni ráða og þá vitnuðu þær í Röggu Nagla varðandi ágæti hvíta súkkulaðsins Legen...... dary!!!
og váaaaaá hvað ég hlakka til að bragða á kökudeigsgrautnum með nýja próteininu. Búin að vera leeeeengi í súkk/kókos
Hulda (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 15:24
Göövuð hvað þetta er girnilegt. Maður gæti nú bara ruglað þessu saman við Snickers þarna á þriðju myndinni! En ég er ekki alveg að fatta hvernig þú gerir þetta. Langar þig ekki agalega að gera svona skref-fyrir skref kennslublogg með þessum fallega kökudeigsgrauti??
Annars finnst mér þetta alveg yndislegt blogg hjá þér og æðislegt að sjá hvað þér finnst gaman að grúska í mat og borða :-) Ég er reglulegur gestur hérna :-)
Hafdís (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 16:44
Ragga: Þetta var kvöl.. KVÖL!
Dóra: Ekkert að taka casein núna og hef reyndar aldrei gert. Hreint whey + möndlur fyrir svefinn ætti að nægja myndi ég halda :)
Hulda: Hann var svaðalega fínn í morgun. Svaaaðalega. Getur verið af því ég var svangari en allt svangt samanlagt í heiminum (næstum því) - en þennan geri ég aftur með hvítu súkk.
Hafdís: Ohh takk fyrir það mín kæra og jú, ég gæti nú skellt inn nokkrum kökudeigsgrautarmyndum. Annars bara hræra prótein þykkt, hella kanil/kókos/banana/hörfræjum/hnetusmjöri/berjum/hverju sem þér dettur í hug út í og loks höfrunum :) Verður þykkt eins og karamella og svo lætur maður dýrðina standa t.d. í ísskáp yfir nótt eða í bílnum á meðan maður kárar ræktina ;)
Elín Helga Egilsdóttir, 30.3.2010 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.