22.3.2010 | 10:17
Æðisleg helgi að baki
Ákvað á föstudeginum að aðhafast ekkert um helgina. Njóta þess að vera letihaugur sem, í mínu tilfelli, þýðir heilalaus sófadýrsstemning með átvaglsívafi! Ahhh... ljúfa lífið!
Tók mig nú samt til og gerði baksturstilraun í gær. "Deigið" kúrir inn í ísskáp í þessum töluðu orðum og hlakkar mikið til að eiga stefnumót við ofninn eftir æfingu í dag. Hafrakökur með meiru.
Hef tekið þá ákvörðun að prófa Ultratonið! Tilraunin er hér með hafin! Mætti galvösk í morgun með grautinn og át hann mjög virðulega á meðan ég beið eftir tímanum mínum! Hann er nú ekki girnó á að sjá greyið. Óhóflegt magn af kanil og brúnn banani eftir ísskáp er því miður ógleði fyrir augað en gott fyrir bragðlaukagúbbann!
Eins og geimskrímsli lá ég þarna skjálfandi, herpandi, kremjandi í 30 mínútur á mis-háum stillingum. Valdi mér eitthvurt prógram sem heitir "Stinnandi, styrkjandi" - hljómar krúttaralega ekki satt? Verður líka gaman að sjá hvort lærvöðvinn taki við sér. Ætla nú samt sem áður ekki að eyða 30 tímum í þá tilraun, held mig við tíu og gef blátt áfram, skítkalt mat á þetta ferli!
Þar sem ég ætla mögulega að birta 'fyrir og eftir' myndir í einhverju formi, með bumbuna á mér ásamt fleiru, allsbera og óhulda framan í alþjóð þá bið ég ykkur vinsamlegast um að vera "góð". Það er ekkert óskaplega þægileg tilhugsun að "bera" sig á "netinu". Eiginlega barasta ekkert þægileg. Skoppandi rassar í sundi eru ekki meðtaldir, þar gilda líka önnur lögmál!
Hér eru svo stríðsáverkarnir eftir "átökin". Ræktin vinnur... guð minn góður. Ræktin vinnur með yfirburðum!
Sá sem kemur auga á músina á myndinni hér að ofan vinnur!
Tökum aftur upp Ultratone þráðinn í apríl mín kæru! *trommusláttur*
Góður dagur í vændum og tilraunakökur í kvöld
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 13:17 | Facebook
Athugasemdir
Væri ótrúlega hvetjandi að fá að sjá fyrir og eftir myndir hjá þér. Þú ert mögnuð, gríðarlega dugleg og uppskriftirnar hjá þér æði! Er alveg orðin húkt á að skoða þær og prófa mig áfram:)
Kristín (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 10:28
Já...ljúfa lífid...um ad gera ad slappa svolítid af inn á milli. Mér sýnist thú vera í toppformi núthegar....midad vid flesta adra.
Hungradur (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 10:40
Úff ég sé glitta í sixpack núna hvernig verður þetta þá að tilraun lokinni, hefði ekkert á móti svona flottum mallakút!!! Þú ert stórglæsileg kona góð.
Klara (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 10:56
Hauuu... sjá þennan heflaða kvið á kellingunni!!! Glæsileg! Annars óska ég þér velfarnaðar í tilraunastarfseminni, lá í Trimform í marga mánuði eins og alkóhólisti á Vitabar, eini munurinn sem ég fann var léttari.... budda ;)
Ragnhildur Þórðardóttir, 22.3.2010 kl. 11:21
Ég væri til í að sjá 20kg fyrir og eftir myndir, það væri frábær hvatning fyrir okkur sem þurfum að losna við álíka mikið. :-)
Sigrún (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 11:35
pant fá svona mallakút!!! Frekar flottur!!
og ég sá músina, ég vann!
Rut R. (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 11:39
Geggjaður malli...........vá væri til í einn svona:)
Gerður (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 12:50
Kristín: Takk fyrir það Kristín mín. Ætla að reyna að koma með almennilegar fyrir og eftir myndir, setja "spéhræðsluna" til hliðar.
Hungraður: Þetta er ágætis staður til að halda sér á. Held það nú barasta.
Klara: Uss, þetta er meira svona samfelld bunga hahaha. Kannski ég taki mig heljartaki fram að sumri og safni í sixpak, taki eina mynd til minninga og fari svo beint í ísinn
Ragga: Ákkúrat!! Hands on reynsla á að geta sagt "Ekki þess virði..."!!! Nema mig langi svona svakalega að láta taka mig í r**** - vissi að þetta virkaði ekki en gerði það samt!! Herre gud!
Sigrún: Ég á nú einhverjar 20+ kg myndir. Held í hreinskilni að ég hafi ekki lagt í að taka af mér "bumbumyndir" þá, get svo svarið það. Ég skal reyna að vinna upp kjark til að henda þeim hérna inn við tækifæri
Rut: Woohoo... ofurverðlaun bíða þín við gott tækifæri
Gerður: Oh takk fyrir það. Þeir eiga það nú til að koma í fínni formum, en hann er ágætur greyið. Hann hefur þjónað átvaglinu sérstaklega vel þessi!!
Annars vil ég bara segja eitt milljón takk til ykkar allra, þið eruð meiriháttar fín öll með tölu
Elín Helga Egilsdóttir, 22.3.2010 kl. 16:18
Woop woop Glæsileg.... hvetur mann til að taka enn betur til í mataræðinu ;Þ
Hulda (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 16:56
WTF..vogaruþér að segja að þú sért með bumbu þú ert með 6 pakka kona !! djö er mallinn flottur...
verður gaman að sjá hvað trimmið segir..
knús inn í vikuna:*
Heba Maren (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 21:19
er hægt að panta þennan maga á ebay!!!
Lísa (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 21:19
Þú ert í fáránlega flottu formi, alvöru magi!
Þú þarft sko ekki að eyða pening í þetta ;-)
Margrét (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 23:18
Ouuwww... takk fyrir
Maður þyrfti að hafa "aðgang" að snillingum eins og ykkur á hverjum degi - fær alveg svaðalegt búst eftir svona lestur hohh...
Elín Helga Egilsdóttir, 23.3.2010 kl. 09:32
Ég segi það enn og aftur ég er húkkt á blogginu þínu, hlakka jafn mikil til að kíkja hér inn á morgnanna eins og á facebook;)
En ég tek undir með 20kg myndir..það væri gaman að sjá að sá sem var 20 kg þyngri hafi getað náð sér í svona rosalega flott form! Six pack og læti.
Er líka spennt að sjá árangur af ultratone-inu..hef prófað einn tíma en er svo mikil tempra að mér fannst þetta bara vont og óþægilegt hheh...
Helena (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 10:27
Úff...hvert er leyndarmálið að svona killer maga? :)
Og hvert ferðu í svona ultratone? Er þetta ekki svipað og trimform?
Dóra (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 10:27
Helena: hahha...oohhhff takk fyrir Helena mín. Gleður mig að heyra
Já, það kemur vonandi myndasyrpa fljótlega. Allskonar fyrir og eftir og á meðan og út á ská!
Dóra: Hohh.. borða rétt, æfa og hafa gaman af lífinu!!
Ultratone er án efa svipað og trimform. Blöðkur, rafmagn, herpingur og læti. Það eru nokkrar stöðvar á landinu. Hafnafirði, reykjavík og.. selfossi? Er bara ekki viss.
Elín Helga Egilsdóttir, 23.3.2010 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.