Punktarnir yfir Ö-ið!

Hot Yoga var óneitanlega mjög hot! Kom mér skemmtilega á óvart og skrokkurinn, þó sérstaklega fætur og bak, glimrandi hamingjusamur og slakur! Þetta verður stundað hér eftir 2 - 3 sinnum í viku þar til rass-prikið sívinsæla hefur með öllu verið fjarlægt!!

Fyrir hot yogað fékk ég mér léttan og laggóðan lax og tómata. Hryllilega góður þessi, reyktur. Graðgaði hratt og örugglega í mig tómötunum og ákvað svo að krydda ketið með dilli og steinselju. Ójá! Ómyndaðar möndlur fengu að sjálgsögðu að vera memm.

Lax og kirsuberjatómatur

Sjáið bara hvað laxinn er svakalega flottur!! Eins og listaverk!

Svakalega flottur

Dill og steinselja

Átdeginum svo formlega lokað og læst með hreinu guðdómlegu KEA eftir yoga og ennú ómynduðum möndlum! Ætli möndlugreyin fari nokkuð að taka þetta nærri sér?

hreint kea fyrir svefninn

Það er föstudagur á morgun vinir mínir! Magnað hvað tíminn líður hratt - páskar eftir 2 vikur og svo mín elskulegu bestu.. hihiiii... sumar, grænt gras, grill og gleðilegheit!

*tilhlökkunarspenningstryllingur*

Eigið gott kvöld og njótið morgundagsins - takk fyrir daginn í dag og nótt í hausinn á ykkur Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf, alltaf, gargandi zkemmtileg að leza, laxinn er flottur, en KEA er zkyrið.

Steingrímur Helgason, 19.3.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það er rétt!! KEA er það víst satt og rétt!!

Snarlega umsnúið og breytt!!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.3.2010 kl. 09:46

3 identicon

Ég datt inn á þessa síðu fyrir nokkru síðan og þykir stórkostlegt að finna loksins einhvern sem ekki er litaður af samfélagsvandræðum, kreppu og almennum leiðindum. Stórskemmtilegur penni og æðislegt að fylgjast með þér í gegnum máltíðirnar þínar. Hvað þú ert að bardúsa og bralla - næstum eins og saga.

Líka gaman að sjá hvað þú ert alltaf jákvæð og kát - skín vel í gegn hversu mikilli "ástríðu" þú berð fyrir mat og matargerð. Ákkúrat það sem hinn almenni borgari vill fylgjast með - almennum borgara! Metnaðarfull íþróttakona í þokkabót - og heldur þér réttu megin við línuna án þess að það verði leiðinlegt.

Ómissandi lesning á hverjum degi. Kemur mér í gott skap og léttir lundina.

Þakka þér kærlega fyrir!

Gústi (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 16:54

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Almáttugur - nú er orðabelgurinn galtómur!

Elsku besti takk fyrir kærlega. Maður verður með eindæmum hamingjusamur í hjartanu að heyra svona! Þykir afskaplega vænt um að vita þetta.

Gaman ef ég kem einhverjum til að brosa - það gleður meira en orð fá lýst.

Bestu þakkir fyrir Gústi minn og góða helgi

Elín Helga Egilsdóttir, 19.3.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband