Sami morgunmatur, en samt ekki alveg

Einn einfaldur eftir morgunbrennslu með vanilló, kanilló og hindberjum. Frosnum hindberjum. Þetta er reyndar ekki mynd af sama graut og ég fékk mér í morgun, en sömu innihaldsefni voru í þeim báðum. Þessar myndir eru barasta töluvert ferskari og fínni. Ohhh hvað dagsbirta gerir góða hluti!

Eggjahvítuhafrar með hindberjum

Eggjahvítuhafrar með hindberjum

Hér er svo mynd af skálinni minni eins og hún lítur út núna! Svo gott sem sleikt!

Nohm

Hindber eru með eindæmum allsvaðalega góð. Afskaplega falleg og fín líka. Þessar krúttusprengjur skora mörg stig í mínum kladda yfir eðalfæði!

Góður dagur í uppsiglingu... er það ekki bara Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nýbyrjuð að fylgjast með skrifum þínum og finnst þau mjög impressive :) er einnig nýburjuð að stúdera og pæla mikið í mataræði og þjálfun og mun með tímanum taka upp og prófa þessar flottu uppskriftir þínar. En svona fyrir forvitnis sakir. Hvað notar þú mikið af haframjöli í morgungrautana þína?

Elísa (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Elísa: Ohh, takk fyrir það Elísa mín  Líka gaman að heyra að þú sért að spögúlera í þessu, spennó tímar framundan, svo mikið er víst.

Ég er að nota um það bil dl. af mjöli

Elín Helga Egilsdóttir, 8.3.2010 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband