7.3.2010 | 19:21
Ossobúkkó og eplakaka
Jahérna hér... fuglarnir eru alveg að verða vitlausir! Ég vaknaði upp í morgun við fuglasöng og þeir hafa ekki hætt síðan - dásamlegt alveg hreint!
Fjölskylduhittingur með meiru. Vel heppnað rennsli, góður matur og ránvalginu (rándýr + átvagl) leyft að reika um sléttur Gúmmulaðihallarinnar án fylgdar. Þvílík dýrð og hamingja. Ég fékk yfirumsjón með eftirréttinum, sem var að sjálfsögðu karamellueplasprengja, á meðan móðir kær lét ossobúkkó malla, kjúkling grillast og nautatungu sjóða!
Sjáið bara hvað ossobúkkóið er svaðalegt!! Þetta var súpa fyrir 324 fílhrausta sjómenn og mikið assgoti var hún hryllilega góð!
Þessi pottur mun vera þrýstipottur og er mikið þarfaþing mín kæru. Í þetta kvikindi væri hægt að setja steina og þeir myndu koma úr heitapottinum mjúkir sem bráðið smjer! Pabbi þolir ekki gripinn þar sem hann lenti í miklum þrýstipottshremminum sem barn. Sá pottur sprakk með miklum látum og skildi eftir sig verksummerki í marga mánuði á eftir. Fyrsta skipti sem potturinn á myndunum hér að neðan var notaður hélt pabbúla sig í öruggri fjarlægð á meðan mamma notaði sundurtogað herðatré til að hleypa gufunni út... aðfarirnar voru stórkostlegar!
Kjúllinn fékk að hvíla sig í ofninum og fylgdarlið hans gert reddí. Sykur, rjómi og teitur - þetta bland getur bara ekki klikkað.
Gúmmulaðihallarmóðir að sýna mikla snilldarinnar kartöflusnúningstakta!
"Wawoohmm!"
Undirbúningur fyrir eplakökumaraþon hafinn.
Byrjunarstig.
Notuð voru 7 epli í þetta monster. Ég var í miklum skrælipælingum og gat með engu móti skinnflett eplin í einu skræli nema eitt.
Ég náði þó að útbúa Barbapabba í nokkur skipti.
5 niðurskorin epli, gomma af hnetum, 4 Snickers, ógrynni af kanilsykri og smá púðursykur.
Púðursykur, smjer, vanilludropar, kanill og sýróp hrært saman í karamellu og tveimur smátt niðurksornum eplum, ásamt hluta af hnetunum, bætt saman við. Ójá - úr þessu verður svaðaleg sósa og gumsinu hellt yfir stærri eplabátana.
Hveiti, sykur og smjergumsi hrært saman og stráð yfir herlegheitin ásamt smá kanilsykri og suðusúkkulaði! Herre guð og allir englarnir! Þetta voru 400 gr. af sykri, 400 gr. af smjöri, 300 gr. af hveiti og 100 gr. af höfrum.
Guðminngóður!
Hambó á boðstólnum fyrir litla fólkið. Jah... litlu stelpurnar. Við kunnum víst ekki að búa til stráka í þessari fjölskyldu! Nema Dossan komi okkur á óvart núna í næstu viku, hihii!! Get ekki beðið!
Og jú, Dossan mín á von á litlum Spaghettisen núna í sumar
Veislan eins og hún lagði sig. Leit nú reyndar betur úr án flassins en guð minn góður... þetta var alltaman alveg svaðalegt. Móaflatarkjúllinn! Sósuna vantar inn á myndina - en hún fékk svo sannarlega að vera með.
Ossobúkkóið og Móaflatarkjúllateitur!
Þessi súpa... djísús! Hér tók ég smá pásu á bloggskrifum og stalst í afganga!
Söltuð nautatunga með piparrótasósu! Mikið, svakalegt gúmmulaði!
Mér er sama hvað þið segið/haldið - nautatunga er ekkert nema ógeðslega gleðilegt ét! Get svo svarið það. Köld, daginn eftir, ofan á brauð - mmhmm!
Þeir sem ekki vilja borða tungu sökum þess eins að þetta er jú "tunga", þá skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um þegar þið eruð að borða rassinn á nautinu eða lærin! Þið eruð að missa af heilmiklu skal ég ykkur segja.
Allir sáttir með átið enda ekki annað hægt.
Guli kisi fékk hitakast og hlammaði sér á flísarnar sívinsælu með miklum dunk. Það er eins og hann hafi verið skotinn!
Karamellusprengjan alveg að verða til. Bíður sallaróleg og bubblandi eftir að hitta ísinn sem keyptur var með henni.
Come to mama!!
Rjóminn fékk að sjálfsögðu að fylgja með! Það kemur ekkert annað til greina í eftirréttamálum!
Stórkostlegt kvöld, þau gerast varla betri en þetta mín kæru.
Og bara svo þið vitið af því - þá kláraðist eplakökumonsterið í gærkvöldi! 500 kíló af sykri, smjeri og eplaketi - Mafíósarnir standa alltaf fyrir sínu!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Súpur, Svindl, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 12:46 | Facebook
Athugasemdir
Hej.
Getur thu gefid mer uppskrift af eplakökunni thinni, var ad reyna ad skrifa hana nidur, en gafst upp a ad finna hversu mikid thu notar af hverju. Hun er kanski ekki alveg fyrir mig, thar sem eg er diabetiker, en gomsæt og adeins ad smakka.......
Kærar kvedjur fra DK Unnur
unnur petersen (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 21:07
Elín elín! Þetta lítur svo guðdómlega út! Held ég reyni að skella í eplakaramellugeggjunina um næstu helgi!
Annars datt mér hug í að þú kynnir að meta þessa síðu (ef þú varst þá ekki þegar búin að þefa hana upp): http://simplyrecipes.com/
Ég bjó til rauðrófuhummus áðan (er forfallinn aðdáandi rauðrófa) og svo skellti ég líka í sæt kartöflu hafrabrauðið! Held ég hafi misst heldur mikið af múskat...en það er átlegt samt sem áður! Hlakka til að smakka það á morgunn!!
Jú bí a snellingur!
Inam (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 21:08
Unnur Petersen: Sæl Unnur mín. Ef þú smellir hér þá er uppskriftina að finna þar... ef uppskrift má kalla. Þetta er óskaplega einfalt gums.
Inam: Eplasprengjan - ójá! Karamellur, kanill og epli, þetta er ekkert nema jákvætt og jú, ég var nú reyndar búin að reka augun í þessa síðu. Mikil snilld!!
Róðrófur eru æði fínar, sammála þér þar. Þyrfti að prófa sjóleiðis hummus þar sem ég er hummusfíkill af guðs náð. "There is hummus among us".
Ohmn.. sætukartöflubrauðið. Það brauð var svaða fínt. Vona að þér líki vel frænka mín kær.
Elín Helga Egilsdóttir, 7.3.2010 kl. 22:22
Pahhhh - ég er enn södd ættir bara að sjá kúluna á maganum á mér!
En myndin af græðgis höndum yfir eplakökunni er skerí, það er eins og þetta séu fuglsklær eða eitthvað álíka.....eins gott að það kemur hvergi fram að ég á þær
Dossan (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 22:27
Seddumælirinn sprakk! Veit ekki hvort ég ætli að fjárfesta í nýjum - ég held bara ekki!
Og já, ég passaði mig sérstaklega á því að taka ekki fram að þetta væru þínar hendur. Just in case ef einhver skyldi nú setja mynd af þeim á netið eða eitthvað!
Elín Helga Egilsdóttir, 8.3.2010 kl. 05:14
Tak Kvedja Unnur
unnur petersen (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.