6.3.2010 | 22:05
Hafra- og hindberjakoddar
Jæja.. önnur tilraun, önnur hráefni. Svolítið samansafn af því sem til var, ef ég á að segja alveg eins og er, en útkoman var bara nokkuð ásættanleg.
Hafra- og hindberjastangir
270 gr. hafrar eða 6 dl
180 gr. eplamauk
3 msk hunang
salt
gomma kanill
1,5 tsk lyftiduft
6 msk vatn
1 tsk vanilludropar
Allt saman í skál...
...hræra vel og voila! Setja til hliðar á meðan hindberjagumsið er útbúið.
Hindberjagums
140 gr. frosin hindber
1/2 msk hunang eða agave
1/2 dl. goji berjasafi (eplasafi, appelsínu..)
Setja í skál og inn í örbylgju þangað til gumsið er orðið heitt...
...hræra þá örlítið saman eða þangað til það lítur um það bil svona út.
Fletja helming af hafradeigi út á bökunarpappírslagðri pönnu/fati/pappír (mæli með ílati sem hefur "kannta")...
...berjagums yfir það...
...og svo rest af deigi þar ofaná. Svolítill Dexter fílíngur í þessu ekki satt!!
Inn í 175 gráðu heitan ofn í 30 mín, eða þangað til hafrarnir eru fallega gylltir ofaná og dýrðin um það bil svona útlítandi.
Það væri að sjálfsögðu langsamlega best að hafa þetta í ferkönntuðu formi/fati til að auðvelda skurð og halda fullkomnunaráráttufíklinum hamingjusömum! Ég lét hringlaga smelluform duga.
Ágætt að leyfa "kökunni" að kólna smá áður en eiginlegur skurður á sér stað.
Niðurstaða:
Mjög bragðgott og skemmtilegt krums. Ekki svo ósvipað ofnbökuðum hafragraut (ekki dularfull ráðgáta það), en þéttara í sér og að sjálfsögðu í bitaformi sem auðveldar át ef mikið drífelsis-stress er í gangi. Sýran í berjunum ákkúrat næg á móti sætunni - mér persónulega þykir þetta nægjanlega sætt. Áferðin gleðileg og millilagið kætir átvaglið einstaklega. Gaman að bíta í koddana kalda og Svabban ánægð með útkomuna. Hún snakkaði á tveimur í morgun með skyri!
Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?
- Tvöfalda berjagumsið, bæta út í það vanilludropum og sterkju til að þykkja. Nota bláber. Setja jafnvel nokkur heil frosin ber í millilagið áður en rest af deigi er smurt yfir.
- Nota grófa hafra. Annaðhvort græna solgryn eða tröllahafra. Setja helming af höfrum í matvinnsluvél og mylja smátt.
- Bæta út í hafragumsið t.d. muldum hörfræjum, þurrkuðum ávöxtum, hnetum...
Verður eitthvað næsta skipti?
Jább - með viðbætum, ábætum, úrbætum og einhverjum öðrum bætum!Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur, Millimál | Breytt 24.9.2010 kl. 12:46 | Facebook
Athugasemdir
Thad er ekkert annad!! Nú held ég ad enginn geti kvartad. Myndir og step by step...glaesilegt. Thú ert hetja.
Hungradur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:20
Vá þetta er örugglega geggjað gott, er búin að skrifa þessa hjá mér ;)
Karen (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:38
mmm girnilegt :) Þessi verður prófuð, takk fyrir mig!
Helena (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 16:05
Verði ykkur barasta að góður mín kæru og takk fyrir mig sömuleiðis.
Fékk mér einn kodda í morgun með próteinbúðing. Svínvirkaði :)
Elín Helga Egilsdóttir, 7.3.2010 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.