Æfing eftir einn og hálfan

Skoh! Ég sagði það! Roastbeef og appelsínugul krúttusprengja! Heimalagað ofurRoastbeef í þokkabót - við skulum ekkert ræða þetta neitt frekar og njóta átsins!

Roastbeef 

Ein svaðalegasta örbylgjaða sæta kartafla fyrr og síðar. Hver einasti biti eins og snakk - karamellukennt, crunchy snakk! Guðminngóður!

Ofurþurrkur

  1. Eftir 80 mínútur munu fætur gráta og rasskinnar brenna.
  2. Eftir 95 mínútur verð ég að borða súkk og kók... eða súkk og beyglu. Ekki búin að ákveða.
  3. Eftir 120 mínútur verð ég nýbúin að sturta mig.
  4. Eftir 160 mínútur verð ég flöt eins og pönnukaka í sófanum fyrir framan tímaþjófinn og ætla að nýta kvöldið í nákvæmlega ekki neitt!

Ég get ekki beðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig örbylgjaru sæta? Reyndi það einu sinni og það tókst ekki vel! Setur þú hana heila eða skerðu hana og hvað lengi? :)

Sara (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:31

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þessari henti ég nú barasta inn í ofn og örbylgjaði þangað til hún varð mér að skapi. Getur líka sett þær ofan í skál með smá vatni, þá verða þær ekki jafn þurrar - ef þú ert að reyna að sleppa við það. Einnig gætirðu bara sett heila sæta inn í örbylgjuna, stungið á hana nokkur göt með gaffli og ekki elda alveg í gegn, þá verður hún svaka fín.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.3.2010 kl. 02:00

3 identicon

Takk fyrir, prófa þetta í hádeginu ;)

-Rosa gaman að lesa uppskriftirnar þínar, hafragrautar hafa öðlast nýja merkingu eftir að ég fann þessa síðu ;)

Sara (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 10:21

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhh best þakkir fyrir það Sara mín kær. Virkilega gaman að heyra. Og jú, hafragrauturinn er ekkert nema dasiball fyrir átvaglið!

Elín Helga Egilsdóttir, 6.3.2010 kl. 22:09

5 identicon

Oh, elska þessa síðu.  Skyldulesning hvern dag :)
Var að reyna að rýna í myndina af vefjunni hér fyrir ofan.  Hvað ertu með meira en sæta kartöflu í henni?

Takk fyrir skemmtunina :)

Kv. Birna

Birna (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband