23.2.2010 | 09:36
Nú er frost á Fróni...
...frýs í boxum gums!
Bjó mér til eggjó með vanilló/kanilló í gær. Bætti út í dýrðina Amaretto dropum, smá salti og skellti hamingjunni inn í ísskáp yfir nóttina. Passaði að hafa grautinn þó í "þynnri" kanntinum því hann stífnar svolítið vel upp í ísskápnum. Í morgun bætti ég berjagleðinni við, blá- og hindber. Ohmygod! Þennan plastboxagraut greip ég svo með mér út og geymdi í bílnum á meðan stigvélin og hlaupabrettið fengu að finna fyrir því.
Eftir brennsluna hljóp ég hraðar en ljósið út í bíl af því að:
1. það var -11 stiga frost og mér þykir afskaplega vænt um nefið á mér og fingurna!
2. ég vissi að grauturinn minn beið þar í eirðarleysi, bíðandi eftir því að láta éta sig. Þvílík örglög!
Grautargleðin var hinsvegar ekki hömsuð í bílnum sökum græðgi, ótrúlegt en satt. Þó svo græðgin eigi að sjálfsögðu stóran þátt í dagegu áti í Ellulífi. Nei, ég átti að mæta á námskeið að kenna klukkan 08:00 og gat ekki fyrir mitt litla ímyndað mér að bíða með morgunmatinn til klukkan .. jah.. núna. Ég væri hið minnsta ekki til í að sitja námskeið með sársvöngu átvaglinu, svo mikið er víst.
Þegar blessað grautarboxið var opnað voru aumingjans berin enn frosin og grauturinn sjálfur frosinn í kanntana. Eins og þið sjáið mjög vel á þessari mynd...
...og þessari! Mjög skýrt og skilmerkilegt frostbitið í grautnum ekki satt?
Hann var nú samt frosinn blessaður en það kom ekki að sök. Yfirleitt, á þessum tímapunkti, hafa berin þiðnað, sprungið og leikið yfir grautinn - það var enn hrím á þeim í átgleðinni sem átti sér stað kl. 07:45. Svolítið fegin að hafa ekki verið nema 40 mín í ræktinni í dag. Ég hefði þurft að éta grautinn eins og frostpinna og ekki náð að hræra, blanda og gúmsla saman herlegheitunum! Mikill skaði sem það hefði orðið!
En mikið helv... var þessi ógeðslega vel heppnaður! Ojbara! Fór í hálfgerða fýlu þegar ég átti einn bita eftir. Áferðin el perfecto, ég segi það satt. Líka gott að hafa berin enn svolítið frosin.
Kaldur en góður dagur í vændum fína fólkið mitt. Ég sé ykkur kannski í hádeginu - ef kjúllinn sem ég tók með mér er ekki gaddfreðinn og hundfúll eftir morgunbílafrostið!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftir æfingu, Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:40 | Facebook
Athugasemdir
Hæ Elín...þú ert algjörlega ædolið mitt og ég kíkji samviskusamlega við á hverjum degi
Ég er ekki alveg að átta mig á þessum graut hér fyrir ofan...hvernig gerir þú hann??
Sól (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 08:08
Sól: Ohhh takk fyrir það mín kæra Svoo gaman að heyra svona.
Eggjahvítugrauturinn sívinsæli. Hér eru smá leiðbeiningar
Elín Helga Egilsdóttir, 24.2.2010 kl. 10:00
Takk kærlega Elín þetta verður reynt í fyrramálið...Hef alltaf verið á hlaupum að gera graut á morgnana á milli þess sem börnin eru klædd...stundum tekst það....stundum ekki ;O)
Sól (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:29
Hehe... þá er um að gera að skella í graut á kvöldin og bíta í hann á morgnana eftir ísskápsveru Nema þú viljir heitan graut. Svosum ekkert sem stoppar þig í að skella honum í örbygljuna í nokkrar sek.
Elín Helga Egilsdóttir, 24.2.2010 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.