22.2.2010 | 10:13
Skyrgrautur með vínberjum og múslí
Ekki vonda grimma Skyr.is onei... hreint, gvöðdómlegt Kea! Þetta hefði reyndar orðið fullkominn ofurgrautur hefði ég haft bláberin með mér í vinnuna. Skyr og bláber eru ekkert nema hamingja og gleði. Það verður bara að segjast.
Ég elska líka hvernig grauturinn verður þegar Skyrinu, nú eða AB-mjólk, er blandað saman við. Verður hálfpartinn eins og brauð eða brauðbúðingur. Alveg eitthvað fyrir mig og áferðaperrann hið innra!
Með aðstoð frá smá vinnu kanil og vinnu salti, best að tileinka vinnunni það sem hún blessuð leggur til, varð til sérdeilis ágætur vinnugrautur! Soðnum graut blandað saman við skyrið beint!
Sérdeilis ágætur mín kæru!
Æfing á eftir, bakið grætur, brjóstið emjar! Hlakka mikið til beyglunnar sem ég graðga svo í andlitið á mér um sex leitið! Búðingur og beygla, gerist varla betra eftir mikil átök.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 12:40 | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála þér með blandaðan soðinn graut og skyr :) það er bara svo rosalega gott!
Harpa Sif (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 11:14
er einmitt að kjamsa á mínum beyglum núna.. búðingurinn löngubúinn svo mikil er græðgin
Heba Maren (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 11:25
Verð að hrósa þér fyrir "Samviskulausu eplakökuna" ... bauð upp á slíka í 7 ára afmæli fyrir ömmur, afa, frænkur og frændur áðan dásemdin fékk mjög góða dóma
Ég þurfti samt í smá spuna þar sem hunangið kláraðist en ég bætti eplamauki í hafragumsið í staðinn og smá agave.... og svo laumaði ég nokkrum súkkulaðirúsínum með (bara fáum ) ... bara af því að ég átti þær til...
Takk fyrir mig!
Hulda (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 21:08
Hulda: Geggjað! Verði þér barasta að góðu
En frábært að heyra þetta, takk fyrir að deila þessu hérna og takk fyrir mig. Þykir æðislegt að þú hafir tekið smá tjútt og bragðbætt/breytt/tilraunast eftir því sem þér hentaði - það er alltaf best.
Elín Helga Egilsdóttir, 23.2.2010 kl. 09:41
Verð bara að hrósa þér fyrir þessar endalausu færslur!
Það er orðið mjög ávanabindandi að skoða síðuna þína einusinni á dag og láta mann brosa út í annað með hafragrautinn og skyrirð sem annars væri saltað með tárum..
Arnar G (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 11:32
hahah
Svo lengi sem þú saltar grautinn ekki með tárum, sérstaklega ef ég aðstoða í að stoppa þá athöfn af, þá er ég eitt hamingjusamt átvagl
Ekkert nema bónus ef færslurnar mínar gleðja brostaugina.
Elín Helga Egilsdóttir, 24.2.2010 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.