16.2.2010 | 11:26
Yndislegt veður
Var aðeins sein fyrir í morgun og náði ekki að skella í einn Hvító. Ég örvænti þó eigi því ég hrifsaði með mér prótein, í fallegu appelsínugulu plastboxi (og já, um fegurð plastboxins má deila) og mætti galvösk í vinnugraut eftir æfingu í morgun!
Vinnugrautaraðstaða extraordinaire!
Þurrkaðir bananar eru "nammi", ég veit, en þeir eru svo fullkomnir fyrir áferðaperrann og bragðlaukagúbbann! Ég bara varð!
Það er aftur komið vor eftir tveggja daga kuldakast! Það er fast og slegið - mér líkar betur við þetta veðurfar!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:38 | Facebook
Athugasemdir
Afar gleðilegt að sjá að þú sért hætt að rembast í köttinu og farin að slaka aðeins á klónni og kynna nýja fæðu til sögunnar.
Ragnhildur Þórðardóttir, 16.2.2010 kl. 11:53
Já - þegar þetta er komið á gott ról verður allskostar margskonar nýtt að skoða og gúmsla í.
Elín Helga Egilsdóttir, 16.2.2010 kl. 12:15
VALDABRAUD:
VALDABRAUD UPPSKRIFT: http://allrecipes.com/Recipe/Ham-and-Cheese-Picnic-Bread/Detail.aspx
Thessi uppskrift faer góda dóma.
Hungradur (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.