12.2.2010 | 13:02
Á hvað ert þú að horfa?
Mikið eru vinnumatardiskarnir mínir alltaf glæsilega fínir! Svo óstjórnlega hamingjusamir á litinn!
Æji... þetta eru nú samt hálf subbulegar myndir af einhverjum ástæðum! Allt myndefnið svo argintætulegt, úfið og frekjulegt!
Annars er lakkrís hérna í vinnunni ásamt fleiru spillandi fóðri! Apollo lakkrís krums afgangar beinustu leið úr verksmiðjunni. Ég sit hérna í tveggja metra fjarlægð og gef skálinni illt auga við og við. Apollo lakkrís - lakkrís - það er bara svo dónalega mikil átvaglsgleðin sem fylgir lakkrísáti!
En ég læt ekki bugast. Ég held áfram að stara á ófögnuðinn í randaflugulíki! Randaflugur...
...ég fann vorlykt í morgun! Það er febrúar gott fólk og ég get farið út á stuttermabolnum! Skiljanlegt ef við værum stödd í kengúrulandi.
Þetta er með ólíkindum! Jákvæðum ólíkindum engu að síður!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Heilsa, Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Athugasemdir
Plís plís taktu burt mynd númer 4 í "Avacado, eggjahvítur og snickers?" faerslunni thinni. It makes me sick. Lakkrís..namm namm.
Hungradur (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 13:27
Sá ósómi fær að vera inn á síðunni þó svo hann sé ófagur á að líta greyið! Heimildir... verður að halda í heimildirnar!
Gæti annars étið lakkrís viðstöðulaust - tala nú ekki um þegar Nóa Kropp er komið í spilið!
Elín Helga Egilsdóttir, 12.2.2010 kl. 13:55
Thetta er í uppáhaldi hjá mér núna:
Hungradur (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 16:01
Suðusúkkulaði og Sambó lakkrískonfekt saman í einum graut í túlanum er ávísun á Nirvana... endalausa alsælu.
Ragnhildur Þórðardóttir, 12.2.2010 kl. 16:04
whut? einungis þú Ragga kemur með svona sull... hverjum dettur annað eins í hug.. sjitt.. ég verð að prufa þetta næsta nammidag
Heba Maren (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.