5.2.2010 | 13:39
Afmælisþreyta.. eða er þetta ellin?
Það hlaut að koma að því! Það bara gat ekkert annað verið!
Ég svaf yfir mig í morgun! Það hefur ekki komið fyrir síðan ég byrjaði að vinna! Ég hef ekki sofið yfir mig í 2,5 ár! Ég var svo hissa á þessu að ég leit á klukkuna í þrígang til að vera alveg viss. Get svo svarið það... 09:27 og eina sem ég hugsaði var "Nei andskotinn... hvað er að símanum mínum?"!
Ég er enn hálf gáttuð á þessu!
Sökum ónáttúrulegrar ásóknar í svefn skellti ég próteini, vatni, höfrum, kanil og frosnum bláberjum í skál á innan við 0.05 sek.! Ég setti líka smá múslí í skálina - rétt fyrir kramið. Það tók 0.01 sek.! Ég er ekki hafragrautarhetja að ástæðulausu!
Gærdagurinn var annars hinn besti. Eftir að ég kom heim úr vinnunni biðu mín skúffukaka og bananabrauð frá ömmunni og risastór ofurkaka frá Svöbbu. Svo sætar og fínar þessar kerlingar í fjölskyldunni minni! Stórkostlega ánægð með þetta - og takk báðar tvær.
Afmælismaturinn var hinsvegar kjúlli á Saffran. Ég bara varð.. ég hef ekki fengið mér Saffran síðan fyrir jól og halló allir heilagir andar, óandar og skrandar. Þetta var bara dásamlegt ét - en assgoti stór skammtur. Ég náði rétt að torga einum bita og þá var mælirinn fullur! Það gerist sárasjaldan á öldum átvaglsins!
Þessi mynd gerir kjúllanum samt engin skil, töluvert subbulegri en rétturinn bragðaðist. Sjáið bara hvað grjónin eru eitthvað druslulega dreifð út um allt! Vita þau ekki að þau eru í mynd?
Ekkert að óttast þó, ég skildi ekkert eftir. Afgangarnir notaðir í matinn í dag - með hnetusmjöri! Ójá! Fyrir æfingu á eftir spisa ég svo hinn helminginn af kjúllanum með grjónum! Mhhh hvað ég ölska grjón!
Hlakka til að komast í spriklið. Verður með eindæmum ljúft að fá blóðið aftur á hreyfingu!
Afmæliskaffi hjá Valdísi Önnu litlumús um helgina.
Jahérna hér... ég svaf yfir mig í morgun!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Heilsdagsát | Breytt 24.9.2010 kl. 12:34 | Facebook
Athugasemdir
Ellin eða Ellinn??
Dossan (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 18:47
hef 1 * farið á safran ... keypti mér pizzu... hún var guðdómleg !!!!
á sko pottþétt eftir að fara aftur.. ummm....
Heba Maren (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.