4.2.2010 | 13:58
Afmælisátvagl
Þetta telst til stórtíðinda! Ekki af því að afmælið er gengi í garð, þau hafa hér með talið 26 skipti, heldur af því að veðrið er stórkostlegt og faðir minn kær er kominn heim!
4. febrúar + gott veður + pabbi heima = sjaldgæft! Vont veður, út af fyrir sig, er tíður gestur á þessum annars ágæta degi en það að pabbi sé í landi er með eindæmum gleðilegt. Annað skipti síðan átvaglið fæddist! Allt er þegar 26 er!
Fann annars nokkuð skemmtilega afmælisveðursfærslu sem ég skrifaði fyrir 100 árum á gamla blogginu mínu sem var með töluvert öðru móti en þessi ágætu skrif. Sælla minninga.
Skaust svo út í bakarí, jebb - bakarí! Ég hef ekki verlsað gums í bakaríi í rúm tvö ár! Afmælisgums með meiru og nei elskurnar mína, ég bakaði ekki baun sjálf!
Svo kom Gauja askvaðandi með klaka og kram. Þetta varð mikil veisla - Fríða hélt upp á þetta með stórskemmtilegum klaka. Segjum ekki meira um það!
Mér hefur enn ekki áskotnast afmælisbóla! Vonum að hún haldi sig fjarri!
Mikið er nú hressandi að rifja upp gamla tíma - gaman að þessu!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Uppáhalds, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 12:33 | Facebook
Athugasemdir
Til hamms með amms hérna líka frænkukjamms
Dossa (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 14:33
Afmælisgums í vinnunni. Hvar er boðskortið mitt. Ég er brjálaður
Valdinn (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:29
Innilega til hamingju með daginn :)
r (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:32
Dossa: Yayy.. takk fyrir.
Valdi: Heyrðu - ég sendi út ofurpóst!
R: Þakka þér
Elín Helga Egilsdóttir, 4.2.2010 kl. 15:35
Til hamingju með afmælið :D
Sylvía (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 18:01
hún á afmæli í dag hún á afæli í dag hún á afmæli hún Ella Helga stelpan í tölllunni.. hún á afmæli í dag..
innilega til hamingju með afmælið ókunnuga kona.. haha...
njóttu vel í dag.
Heba Maren (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 19:43
til hamingju með afmælið :D
Hafrún (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 20:21
Til lukku með daginn:)
Gerður (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 20:39
Þakka ykkur kærlega fyrir allarsaman
Þetta var notalegt með eindæmum.
Elín Helga Egilsdóttir, 5.2.2010 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.