29.1.2010 | 21:02
Er það spennó?
Fiskur...
...tómatar...
...möndlur...
...urðu að nákvæmlega ekki neinu sérstöku! Ég meira að segja endurnýtti möndlumyndina sökum leti og einskærrar græðgi. Ég borðaði þetta allt í sitthvoru lagi og allt þjónaði þetta gríðarlega mikilvægum tilgangi!
Að friða átvaglið!
Það svínvirkaði!
Svar við fyrirsögn: Onei! Ekki þennan föstudaginn!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Heilsa, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Hvað er á fiskinum?
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 30.1.2010 kl. 00:48
Ohhh... það var hinsvegar gott. Annar var sítrónuleginn hinn í sesam/teriaky legi.
Elín Helga Egilsdóttir, 30.1.2010 kl. 09:28
Er það eitthvað sem þú kaupir eða býrð til sjálf ? Laxinn er ansi girnó :)
Helen (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 17:18
Ég á það nú til að splæsa í þetta sjálf en í þetta skiptið keypti ég dýrðina tilbúna í Fiskiprinsinum kópavogi - beint á móti Nings. Þeir eru miklir snillingar.
Elín Helga Egilsdóttir, 30.1.2010 kl. 18:07
Já, snillingar.. eins og þú :o)
Ég ætla að kíkja þangað, kaupi mikið af frosnum lax í Bónus, ert þú í þeim pakkanum eða ertu með ferskan lax ?
Helen (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 19:03
Ég kaupi alltaf frosinn lax með roði, miklu ódýrara og bara hinn fínasti lax. Gerði það lika þegar ég bjó á Íslandi, keypti í Bónus frá Norðurfiski, virkilega góður, feitur og fínn og roðið sóðalega gott.
Ragnhildur Þórðardóttir, 31.1.2010 kl. 08:33
Flott. Takk fyrir þetta Ragga :)
Helen (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 10:25
nó-nó-nó.. borðaðiru roðið ragga? *gubb*
ég veit ekki með ykkur en hér í keflv hefur lax ekki sést lengi í kælinum.. einungis bleikja.. telst það sem lax?
Heba Maren (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 23:50
Bleikja er silungur og getur alveg komið í staðinn fyrir lax. Auðvitað borða ég roð, langbesti hlutinn af fiskinum: http://blog.eyjan.is/ragganagli/2008/06/16/sma-froðleikur-um-roð/
Ragga Nagli (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 09:05
say what??? alltaf lærir maður e-ð nytt... prufa að borða roðið næst...
Heba Maren (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 12:16
Almáttugur, ég hef ekki komist í tölvu í tvo daga og herre gud ég er að missa af öllu!
Helen/Ragga: Jebb - sama og Ragga gerir
Heba Maren: OHhh já... sérstaklega grillað laxaroð - það er þvílíkt nammi!
Elín Helga Egilsdóttir, 1.2.2010 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.