28.1.2010 | 21:23
Hafragrautsdrottning
Hvorki meira né minna! Hafragrautarhetjan og allt þar á milli! Það er ekkert verið að skafa af hlutunum! Takið svo eftir því að kisinn og Kitchen Aidin eru eins á litinn! Best að hafa allt í stíl!
Og bara svo þið vitið það - þá get ég látið hluti svífa með hugarorkunni einnisaman!
Eftir æfingu hleðslusnarl! Byrjaði á því að rista mér beyglu og hræra í búðing.
Beit í beygluna, var á smá hraðferð - horfði svo á skálina. Ætti ég eða ætti ég ekki? Aftur á beygluna og svo aftur á skálina þangað til beyglan endaði, ganske pent, með höfuðið á undan ofan í búðinginn - það er, ef beyglur eru með höfuð!
Eftir þann bita var ekki aftur snúið! Ég gúmslaði búðingnum yfir gleðina og smjattaði græðgislega á. Svava hrópaðir uppyfirsig "Ellaaaa... neiiiiiiiii"! Ég hlustaði ekki! Þetta var eins og að borða Nutella á góðum degi! Nut-ella.. en viðeigandi!
Síðasti bitinn notaður mjög vandlega! Jújú, ég er enn í æfingahönskunum!
Átti smá eftir af próteinhamingjunni þegar beygluát var yfirstaðið! Stórkostlegt alveghreint!
Hér kemur svo dýrið sem ákvað að sofna frá mér í dag! Ofnotkun í besta falli - aumingjans greyið! Orðin þreytt á sál og linsu! Kannski meira hungruð eins og eigandinn.
Koma svo þið hafragrautssnillingar! Ég veit þið eruð þarna einhverstaðar! Stofnið blogg, það er gaman ég lofa, og náum heimsyfirráðum fyrir árið 2011!!!
Hver vill vera memm!!!?!?
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftir æfingu, Pressan, Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 12:31 | Facebook
Athugasemdir
ok, maður þarf greinilega að kíkja á S&H ;) en...
vááááá - girnileg beygla ;)
r (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:01
I bow down to the mighty OatmealQueen!
All hail Queenie Oatie
Dossa (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:44
Bwaaaahaha! Queen Oatie!
Fast og slegið! Þessu verður ekki breytt héðanaf!
Elín Helga Egilsdóttir, 28.1.2010 kl. 22:51
WHAT eru 20gr farin? össss..... til lukku með það...
séð og heyrt það er ekkert annað... til lukku...
vá ég "þekki" seleb múhahah
og ég verð að kommenta á beygluna..
ójá vá þetta er SVOOOO goTTTT... sjitturinntitturinn... maður fer næstum að gráta þegar herlegheitin eru búin.. en ekkert að óttast.. maður fær sér bara aftur næsta dag þegar næsta æfing er búinn..helljaH...loveit
Heba Maren (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 01:08
Óguð.. ég vona að það séu meira en 20 gr. farin. Það er minna en ég borða af bláberjum á hverjum degi hihhi
Pff.. þá var þá celebið! Kötturinn (sem er að fara úr hálsliðnum btw) amk orðinn jafn "frægur" og átvaglið.
OH já, þessi beygla var gvööðdómleg... beyglubrauð, ristað beyglubrauð er barasta fullkomið.
Elín Helga Egilsdóttir, 29.1.2010 kl. 04:52
Búin að biðja móður mína að senda mér S & H til útlandsins, hrikalega spennt hérna megin.
Ragga Nagli (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 07:30
Vá -20KG frábær árangur
Ég var sjálf orðin 117kg enn er komin í dag 71kg og ætla neðar híhí Þannig að það er ALVEG hægt að grenna sig ef maður leggur sig fram.
Ég fekk mer prótein og gúmmihlaup við morgunverðar borðið og ég veit ekki hvert dætur mínar ætluðu hahaha þær vildu lika hlaup !! hihi
Karen (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 08:12
vó róasig á því að vera orðin einhverf á gr-inn..klárlega meinnti ég kg
áttu myndir fyrir og eftir?? hmmm
Karen; hólímóses...þvílikur árangur... og hvert er stefnunni haldið?fyrst þú ætlar neðar en 71 kg.. öss 71 kg er draumur að ná hjá mér...
djö snillingar eruði..
Heba Maren (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 08:51
Langar að verða 65-67 kg anski ekki mikið eftir enn þessi seinsutu kíló eru erfið enn það hefst ég veit það!
Karen (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 09:22
Tek undir með Hebu Maren - væri gaman að sjá fyrir og eftir mynd af þér
Ásta (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 09:37
Guðdómleg beygla, dásamlegur kisi
Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 09:45
Til lukku með greinina í S&H :) alltaf jafn gaman að skoða heimasíðuna þína.
Harpa Sif (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 09:59
Ragga: Það er sérdeilis aldeilis!
Karen: VÁ! Þvílík dásemt að heyra þetta! Mikið rosalega ertu búin að vera hörð í þessu - til lukku með glæstan árangur mín kæra! Halda þessu áfra maður!! Snilld. og já, með þessu hugarfari heflast þau af - vittu til!
Heba Maren/Ásta: Já, ég hef verið að gæla við þá hugmynd undanfarið - fyrir og eftir. Ég þarf að peppa mitt spéfulla hjarta upp - sýna alþjóð hvernig framfarir kvendisins hafa verið undanfarna 14 mánuði.
Vala: Bæði fá plús í mínum kladda.
Harpa Sif: Bestu þakkir fyrir það mín kæra. Gamanaðessu!
Elín Helga Egilsdóttir, 29.1.2010 kl. 10:08
Sæl.
Rakst á bloggið þitt fyrir nokkru síðan og hef verið að skoða uppskriftirnar hjá þér :)
Ein spurning - hvaða prótein notarðu? Ég nefninlega fæ mér alltaf hafragraut á morgnana með hreinum kanil og kókosflögum en verð yfirleitt svöng fljótt aftur. Var því að hugsa hvort það gæti hjálpað að bæta smá prótín útí :)
Sigga Helga (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 12:07
Hæhæ Sigga Helga
Já, þú getur prófað! Sakar ekki Ég nota scitec prótein núna, hreint prótein. Þú getur svosum notað það prótein sem þú vilt (máltíðar, hreint...) en scitecið er æðislegt á bragðið með svaka fínni áferð. Svo eru líka próteinin sem fást í perform í kópavoginum eða líkami og lífstíll Sporthúsinu frábær. Mæli með grs5 frá líkama og lífstíl! Þykkt og gott.
Þú gætir líka prófað að bæta fitu út í grautinn - 1 msk mulin hörfræ, jafnvel smá hnetusmjör nú eða hnetur. Ert samt líklegast að fá smá fitu úr kókosnum.
Svo eru berin alltaf frábær viðbót... þau klikka aldrei
Elín Helga Egilsdóttir, 29.1.2010 kl. 12:16
Noh, skvísan bara í Se og hør, glæsilegt !
Kíki alltaf við samviskusamlega á hverjum degi, þú ert frábær
Ella (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:25
Frábært blogg hjá þér, er búin að vera að kíkja á það undanfarna daga. Æðislegar hugmyndir sem ég ætla að fá að prufa :) Langaði bara að spyrja þig þessi búðingur sem þú settir ofan á beygluna, hvernig geriru hann?
Enn og aftur frábært blogg!!
Hildur Hlín (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:47
Ella: Góðan daginn nafna og þakka þér kærlega fyrir mig!
Hildur Hlín: Jah, búðingur. Þetta er í raun bara þykkt vatnsblandað próteinduft. Þetta prótein er bara svo mikil snilld að það verður eins og Royal súkkulaðibúðingur.
Elín Helga Egilsdóttir, 29.1.2010 kl. 15:01
Sæl
Af forvitni, hvað notar þú mikið af eggjahvítum í hafragrautinn stk / ml ?
snilldarblogg - frábært að fylgjast með
steinunn (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:31
Hellú Steinunn og takk fyrir mig!
Ég nota um það bil 1,5 dl af hvítum , 1 dl. af höfrum og dass af vatni.
Elín Helga Egilsdóttir, 29.1.2010 kl. 16:22
Mikid svakalega ertu cute á thessum myndum....madur vill bara fadma thig. Thú ert ordin alltof stór til thess ad heidra Moggaskítabledilinn med thinni naerveru. Vona ad thú flytjir bloggid thitt á betri stad.
20 kg...wow...í alvöru?
Hungradur (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 18:49
Verð að játa að ég skellti uppúr þegar ég sá að þú settir þetta á beygluna!
Vel gert!
En ég er sammála með hafragrautinn. Ét alltaf fulla skál af þessu gúmmolaði á morgnanna með rúsínum, epli og kanel! Hef enn ekki lagt í að skella próteinduftinu í grautinn.
Arnar G (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 22:47
Hungraður: Nú þakka þér - svo er spurning hvort maður flytji sig um set. Ég er með svo forhert og ópólitískt hjarta.
Tæp 20 reyndar. Það verður nú bara að játast. 18 fokin síðan ég byrjaði fyrir tæpu 1,5 ári. Búin að viðhalda 60 kg. markinu í 10 mánuði tæpa. Barasta snilldin einar
Arnar: Það held ég nú - beyglan fær sér beyglu með próteini!
Epli, kanill og rúslur = Alheilög grautarþrenna! Getur ekki klikkað!
Elín Helga Egilsdóttir, 29.1.2010 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.