28.1.2010 | 13:42
Séð og heyrt á hleðsludegi
Haldið þið ekki að átvaglið og hafragrautarnir hafi birst í Séð og heyrt í dag! Skemmtilegt nokk!
Hleðsludagur í dag! Kolvetni gleypt eins og enginn sé morgundagurinn! Risaskál af einum einföldum hömsuð í morgun. Hádegismatur samanstóð af kjúklinga baguette með hot sauce og grænmeti. Myndavélin mín kær missti vit og rænu áður en ég náði mynd af ofurlanglokunni fullunninni - en trúið mér elskurnar, hún var svaðaleg.
Tex mex súpan var góð en ég fékk mér bara smakk. Notaði pínkulítið af henni sem "sósu" á langlokukvikindið ásamt hot sauce og grænmeti. Kannski 1 - 2 msk.
Gott gott ét! Æfing á eftir. Fætur munu gráta og grettur taka völdin.
Annars er ég alveg að komast í "búum til eitthvað" nýtt gírinn eftir jólatörnina. Ég sé fyrir mér allskonar bökunardót og bakkelsi ásamt ofurgrautum og girnilegum kvöldmat hinumegin við hæðina.
Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina með sólgleraugu?
-Ekki neitt, hann þekkti þá ekki!
Já ég veit... þetta var stórkostlegur brandari!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilsdagsát, Hleðsludagur, Pressan | Breytt 24.9.2010 kl. 12:31 | Facebook
Athugasemdir
Og brandarinn er ennþá fyndari ef byrjunin er höfð með:
Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina?
- "Þarna koma fílarnir yfir hæðina"
En hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina með sólgleraugu?
-Ekki neitt, hann þekkti þá ekki!
Takk fyrir frábært blogg! Keep it up!!!
Kolbrún (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 15:58
Bíð spennt eftir nýjum á nýju ári
Ásta (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 16:13
Kolbrún: Bwaahahaha.. já! Ég ætlaði að hafa það með en þorði ekki! Snillingur!
Ásta: Þetta verður spennó með eindæmum!
Elín Helga Egilsdóttir, 28.1.2010 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.