Svabban með í ræktina

Litla dýrið hún systir mín ætlar að taka nokkur vel valin spor með mér eftir vinnu. Þetta verður forvitnilegt.. síðast þegar hún kom með mér þá leið svo duglega yfir hana að hún varð græn í framan! Gaman að því Sick

Morgunmatur samastóð af Scitecinu mínu og soðnum hafragraut.

Grautur og prótein

Venjulegur grautur -> hafrar, vatn, örbylgja - próteini bætt út í eftirá ásamt bláberjum og að sjálfsögðu hrært duglega saman við. Set alltaf aðeins meira af vatni en þarf þegar ég bæti próteini út í grautinn. Próteinið þarf vatnið til að blandast, annars breytist grauturinn þinn í múrstein! Nema þér þyki múrsteinar góðir - sitt sýnist hverjum svosum Smile

Nohm

Gleði í grautarskál 

 

 

 

 

 

Bláberin

Gleði gleði 

 

 

 

 

 

Þessu dúndraði ég svo inn í ísskáp á meðan ég fór í sturtu og smjattaði á með góðri samvisku, yfir fréttunum, eftir sérdeilis dásamlegt sturtubað!

Næsti bær við það að fá sér súkkulaði muffins í morgunmat! Þetta er bara gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er himinlifandi yfir að hafa verið bent á þessa bloggsíðu. Alveg frábærlega skemmtilega framsett og girnilegt í þokkabót. Kveðja frá París.

Kristín í París (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 11:15

2 identicon

Þú ert frábær Ella. Frábær segi ég!

Fanney Dóra (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 11:25

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Einu sinni borðaði ég hafragraut + prótinduft fyrir framan tengdamóður mína og hún missti matarlystina henni fannst þetta svo ólystugt á að líta... svona getur fólk verið þröngsýnt, má ekkert krydda uppá gamla góða hafragrautinn.

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.1.2010 kl. 12:26

4 identicon

Jummí - ertu þá að borða þetta kalt? En ég skal alveg viðurkenna það að það var ekki fyrr en ég fór að lesa þessa síðu (og Röggu) að ég fór að hrófla eitthvað við hafragrautnum mínum, setja kanil, ber, prótein nú já, eða egg!

 Takk fyrir að breyta hafragrautnum mínum :p

R (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 12:48

5 identicon

Sammála, mér datt ekki í hug að spæsa minn graut upp fyrren ég uppgötvaði þessa síðu. Mesta lagi skutlaði kanil og rússum! Og nú fyrst er grauturinn orðinn massa góður! :D

Fanney Dóra (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 14:10

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Kristín Páls: Og ég er himinlifandi yfir því að þér líki vel. Ekkert smá kát með það

Fanney: Ohhwww...  Ég roðna ofan í tær.

Ragga: Nákvæmlega!

R: Aftur... óóuuuhhwww

Þið eruð yndislegar allar með tölu! Ég á ekki til eitt aukatekið orð!

Elín Helga Egilsdóttir, 22.1.2010 kl. 16:00

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

R: Svo ég gleymi því nú ekki í mínu meyra hjarta. Það er mismunandi hvort ég borði þá kalda að ekki. Stundum skelli ég þeim inn í ísskáp rétt á meðan þeir eru sjóðandi eða kvöldinu áður - þá stífna þeir líka svolítið.

Fer allt eftir andanum... allt eftir andanum.

... og stundum veðri

Elín Helga Egilsdóttir, 22.1.2010 kl. 16:12

8 identicon

snillingur..svo flottar myndirnar líka HAHA. góða helgi

Heba Maren (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 17:08

9 identicon

Hæhó

Frábær síða hjá þér!!

En t.d. með þennan graut hvað færðu þér mikið af haframjöli ?

klara (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 21:18

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Klara: Hellú.. þetta er um dl. af mjöli

Elín Helga Egilsdóttir, 22.1.2010 kl. 21:35

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba: Ohh já. Góða helgi sömuleiðis mín kæra! Njóttu hennar í blússandi botn :)

Elín Helga Egilsdóttir, 22.1.2010 kl. 23:22

12 identicon

Girnilegt að vanda hjá þér...ég þarf að fara að verða mér út um prótein

Jóna Lind (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 00:22

13 identicon

ég er alveg sammála með það að áður en ég rakst á þessa síður var hafragrauturinn alltaf á gamla háttin, en mér hefur aldrei fundist hafragrautur jafn góður og núna þegar það er mismunandi á hverjum degi :D

og mér finnst allar uppskriftirnar á þessari síðu sem ég er búin að prufa ljúffengar og sérstaklega þar sem maður fær ekkert samviskubit þar sem þetta er hollt :)

 takk fyrir mig

Hafrún (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 07:01

14 identicon

Jens er líka svona þröngsýnn og tuðar yfir grautunum hjá mér. Nú skil ég ekki hvernig hægt er að borða nokkuð annað á morgnana. Er reyndar ekki að fá mér hreint prótein út í en fíla ávextina og hvíturnar og líka hversu einfalt það er að búa jammelaðigraut til öfugt við það sem ég hélt! :) Nú er venjulegur grautur mjög boring.

Elín snilli!! Svo frábær síða hjá þér´skan!

Erna (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 13:23

15 identicon

Ohh ég er svo spennt! Hverju gúffaðiru í þig á nammideginum?

Fanney Dóra (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 03:51

16 identicon

Getur þú komið með imbaproof leiðbeiningar af hafragraut með eggjahvítum? Skil ekki alveg hvernig þið gerið þetta... :)

Takk fyrir góða síðu.

Svanhildur (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 16:20

17 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jóna Lind: Já um að gera. Prófa próteinið og vita hvort það standi ekki undir væntingum.

Hafrún: Verði þér hjartanlega að góðu og þakka þér kærlega fyrir mig

Erna: Við verðum saman að ofurgrautast þegar þú er komin í gírinn aftur. Ég heimta að þú verðir gestabloggarinn minn!

Fanney Dóra: Nammidagurinn innihélt ís, nóakropp og pizzu í þetta skiptið

Svanhildur: Hér koma leiðbeiningarnar. Var einmitt með þessa færslu um daginn

Elín Helga Egilsdóttir, 24.1.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband