Smjörepli og soðinn fiskur

Fiskur í hádeginu. Vinnufiskur. Ansi langt síðan ég borðaði hinn klassíska soðna fisk og gvöðmöndör góði og allir hans fylgdarsveinar (ef einhverjir) hvað hann var góður. Ég svoleiðis hamsaði þetta villikvikindislega.

Soðin ýsa

Eftrréttur samanstóð af tveimur eplum. Þessi epli eru alveg að gera sig í minni bók. Ég veit ekki af hverju, en ég finn smjörbragð af þeim! Nú veit ég ekki hvort bændur lumi á hræðilegu leyndarmáli eða hvort bragðlaukarnir í mér séu í fönki af bestu gerð. Já.. bestu gerð! Hvort heldur sem er þá kem ég ekki til með að hætta að éta þessar smjörbombur fyrr en bragðið lætur sig hverfa - og varla þá, epli eru svo góð þegar þau eru góð.

Smjörepli

Kjúlli og sæt kartafla fyrir æfingu! Með eindæmum gott að örbylgja sæturnar, þó svo þær verði ekki fallegar fyrir vikið, en pínkulítið stökkar/þurrar sem jafngildir áferð/bragði á frönskum kartöflum eða kartöfluflögum. Það gerist varla betra fyrir átvaglið og græðgispúkann. Þessi mynd er samt hræðilegri en orð fá lýst. Keith Richards kjúlli?

Kjúlli og sæt kartafla

Eðal æfing framundan - hvort ég haldi hana út eða ekki á eftir að koma í ljós. Barsmíðar gærdagsins skildu svo sannarlega eftir sig merki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SMJÖREPLI???!?!?  ((((hrollur)))

Dossa (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 21:59

2 identicon

Bwahahahhahaa vá ég sprakk úr hlátri yfir Keith Richards :D Besti brandari dagsins hingað til :D

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dossa: Hvað get ég kallað þau annað - þetta er barasta bragðið sem ég fann

Hólmfríður: Já, kjúllabitinn er æði líkur múmíunni! Skelfilegri mann hef ég ekki augum litið held ég bara.

Elín Helga Egilsdóttir, 20.1.2010 kl. 00:54

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

Ja skrifadu nu fisk+eplauppskriftina fyrir mig.Eg er buin ad finna svo fina fiskbud her og bara vantar uppskriftir td,hvad sydur madur fiskinn lengi 3-5 min?

Ásta Björk Solis, 20.1.2010 kl. 06:15

5 identicon

Thegar ég sýd saltfisk (stórir bitar) thá laet ég suduna (bullar) koma upp ádur en ég skelli fisknum í....og svo strax og sudan kemur upp aftur eftir ad ég hef sett fiskinn í (bullar) thá slekk ég á eldavélinni og bíd í 7 mínútur.

Ég gaeti trúad ad 3 - 5 mínútur sé réttur tími.  Best er ad nota sem minnst af vatni fyrir ósaltadan fisk..cirka ½ cm af vatni og hálf gufusjóda fiskinn (lok á pottinn) .  Thú getur prófad eitt stk. og tekid tíma...potad í fiskinn med gaffli og séd hvenaer hann er tilbúinn (hvenaer fiskurinn ekki er lengur hrár í midju stykkisins).  Sudutími fer eftir staerd stykkjanna (ágaett ad setja staerstu stykkin fyrst í og svo baeta vid stykkjum eftir staerd eftir thví sem á sudutíma lídur.

Hungradur (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 09:16

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ásta: Það er spurning hvort maður malli eplafisk á næstunni :)

Hungraður: Bestu þakkir fyrir innskotið. Mjög gaman að fá svona komment :)

Elín Helga Egilsdóttir, 20.1.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband