Átvaglinu ofgert - heimsendir nálgast

Það var þá að hleðsludagurinn fór í klessu. Ætlaði að taka hleðsluna með trompi en maginn ekki alveg orðinn sáttur við eigandann. Þar sem maginn ræður var ég pollróleg, spök og stillt og notaði skynsemina, loksins, þó svo skrokkurinn hafi iðað og látið illa af hreinum og beinum hreyfivilja. Við reddum því á morgun.

Þó svo hleðslan hafi ekki verið í dag, og maginn mikill súri, þá stalst ég nú samt í nokkrar djúpsteiktar rækjur, sushi og subbulega ljúffeng svínarif áðan sem ég deildi með móður og systur.

Subbulegur ningsmaturBítum í svínið

 

 

 

 

 

 

 

Mér þykir leitt að valda vonbrigðum elsku bestu rúsínubomburnar mína! Ég held bara að ég hafi ofgert átvaglinu yfir hátíðarnar. Ég vissi ekki að ég ætti það til í mér... magnað! Þetta atvik hlýtur að vera löggilt sem áttunda undur veraldar! 

En örvæntið eigi, næsti hleðsludagur verður haldinn hátíðlegur næsta fimmtudag með geypilegum villimannsbrag. Ég kem til með að taka trylltan dans og hlakka mikið til að bíta í núðluhrúguna og mjög líklega heimatilbúna pizzu!

Hvað á það svo að þýða að vera rólegur sem pollur - þeir eru bara ekkert rólegir, sérstaklega þegar það er vindur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi það enn og aftur .. ég er nú alltaf örlítið fegin að sjá að þú snæðir líka "hefðbundin" mat (svona eins og við hin) .. annars færi ég nú að hallast að því að þú værir ekki mannleg!

 Góða helgi

Ásta (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 02:14

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahah, góða helgi Ásta mín - alltaf gott að sjá hina hliðina lika, hún er svo sannarlega mjög ógnvænleg þegar vel tekst til

Elín Helga Egilsdóttir, 17.1.2010 kl. 17:32

3 identicon

Uss ef þér finnst þetta ógvænlegt er líklegast eins gott að ég taki ekki mynd af því sukki sem á það til að rata upp í munn og ofan í minn maga

Ásta (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 09:13

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta er góða hliðin - vondi tvíburinn minn étur þangað til vélindað er fullt! Það er mjög hræðileg sjón

Elín Helga Egilsdóttir, 18.1.2010 kl. 10:19

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sama hér... eitt blogg myndi ekki duga fyrir allt sem fer ofan í svartholið í maga Naglans. Við þyrftum nýja IP tölu *roðn*

Þú massar bara næsta hleðsludag með trompi mín kæra.

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.1.2010 kl. 16:00

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hann verður ofur!

Elín Helga Egilsdóttir, 18.1.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband