15.1.2010 | 16:04
Borðum hakkið með teskeið
Þetta er svo ómerkilegt - en ég set þetta samt hérna inn! Af hverju?
Af því að ég get það! Ójá! Af því að ég er með myndavél og er ofvirkari en amma andskotans eftir að heilinn fékk að spreyta sig í dag og ég er að borða þetta í þessum töluðu skrifuðu orðum.
Ræktin eftir klukkutíma. Janúartörnin alveg að sprengja húsið utanaf sér og hver einasta hræða á Íslandi staðráðin í að losna við jólamörina. Maður má þakka guði fyrir að lóðin séu ekki tekin af manni í miðju setti!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Fyrir æfingu | Breytt 24.9.2010 kl. 12:13 | Facebook
Athugasemdir
Zgo ....
Steingrímur Helgason, 15.1.2010 kl. 19:08
Það kom fyrir í morgun. Átti eftir eitt skipti enn af 15 kg stöng þegar einkaþjálfari kemur og tekur hana, vitandi að ég er með hana, og spyr ekkert... ég bara gapti... sótti hana svo og kláraði
Harpa Sif (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 22:13
Don't get me started... nýbúar ræktarinnar kunna einfaldlega ekki hegðunarreglurnar og því miður eru þjálfararnir oft ekkert skárri. Maður þarf nánast að míga í kringum tækið sitt til að merkja sér svæðið ;-)
Ragnhildur Þórðardóttir, 16.1.2010 kl. 11:58
Ég er MEGA forvitin að vita hvernig nammidagurinn var!
Fanney Dóra (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:04
Ohhh vildi að ég væri með eitthvað djúsí handa þér Fanney!! Maginn ekki sáttur við frúna - en við reddum því í næstu viku! Það verður vonandi magnaðslega stórkostlegt
Elín Helga Egilsdóttir, 16.1.2010 kl. 22:25
Æts, leiðinda mallakútur. Vona að hann fari að verða hupplegri við frúna svo æstir lesendur fái að njóta girnilegra blogga :) Og frúin fái að gæða sér á kræsingunum!
Fanne (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.