Hjólin farin að snúast

Ahh vinna. Hvað ég saknaði þín mikið!

Þá er allt farið að smella saman á nýjan leik. Vinnan á sínum stað, plastboxin, dótið mitt...

Vinnudót

...og mýslurnar tvær.

Vinnumýs

 Undirbúningsát fyrir daginn í dag tókst með eindæmum vel. Undirbúningur gærdagsins fólst í:

Scitec höfrum með kanil og bláberjum! Sem ég er gleðilega að japla á núna.

Scitec hafrar með kanil og bláberjum

Eggjahvítugumsi og möndlum ásamt vinnugrænmeti - óguð, það er langt, langt síðan ég beit í ferskt grænmeti! Ég get ekki beðið!! Díses, eins og ég hefði ekki getað gert eitthvað í því sjálf svosum. Aaalavega - fóður fyrir æfingu samanstendur af sætri kartöflu og vel krydduðu og sterku hakkgumsi. Ég er svo spennt að henda inn einu bloggi að ég nenni ekki að bíða eftir að dagurinn líði til að taka mynd af gumsinu. Ekkert nýtt svosum - þið hafið öll séð sætar kartöflur og eggjahvítur.

Nokkuð magnað að þurfa að nýta heilabúið aftur. Það tók örlitla stund að kveikja aftur á perunni skal ég ykkur segja... held að það sé merki um assgoti fínt frí!!

Ætla að tækla póstinn minn og öll þau 170 milljón ólesnu skeyti sem þar hvíla. Vúúhúúú.... vinnaaa! Grin

*hopp* *hopp* *hopp* *sparka tá í borð* *ekki meira hopp*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Welcome back clone bebe

dpssa (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 10:38

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Clone bebe.. gaga.. gúgú!

Elín Helga Egilsdóttir, 15.1.2010 kl. 10:38

3 identicon

Nú er Scitec komið í hús og ég er svo spennt að prófa svona mix. Mundiru vera svo væn og sæt og fín að segja frá hvernig þú gerir svona gums?:)

Helga B (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 11:49

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jii já, það held ég nú. Þetta er einfaldara en að blikka auga.

Prótein í skál, vatn í prótein, hræra með skeið (fer eftir því hvað þú vilt hafa þetta þykkt, bætir bara vatni við eftir því), hafrar út í, kanill, bláber, hræra, booorða!

Elín Helga Egilsdóttir, 15.1.2010 kl. 12:05

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég reyndar setti þennan inn í ísskáp yfir nótt, aðeins meira af vatni fyrir vikið því hafrarnir sjúga það í sig og eftir ísskápsveruna náðu bláberin að þiðna

Elín Helga Egilsdóttir, 15.1.2010 kl. 12:06

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Og þú þarft ekki að sjóða hafrana heldur. Setur þá bara beint út í...

...jahérna, ég er pottþétt að gleyma einhverju öðru

Elín Helga Egilsdóttir, 15.1.2010 kl. 12:07

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Scitec er bara dásemd og draumur. Hóar í mig þegar þig vantar meira ;)

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.1.2010 kl. 15:43

8 identicon

Og hvar, ef mér leyfist að forvitnast, fáið þið scitec?

Góða helgi

Ásta (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 15:58

9 identicon

Takk fyrir þetta! Gífurlega spennt að prófa:)

Helga B (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 21:21

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

ÁSTA! hjá SIgga í Vaxtarræktinni á Akureyri, s. 462 5266.

Getur líka sent mér póst: ragganagli79@gmail.com.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.1.2010 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband