14.1.2010 | 11:57
Plön og rútínur koma saman
Hvað er það við grillaðan kjúlla sem er svona geypilega gott? Ég fékk vott af kjúllaóþoli fyrir tveimur árum og eins og staðan er í dag skil ég ekki hvernig það gat átt sér stað! Húrra... fyrir kjúlla - þó svo myndin hér að neðan sé subbuleri en góðu hófi gegnir og geri dýrðlegheitum fiðurfésins engin skil!
Kisarnir mínir ákváðu líka að refsa aumingjans klósettrúllunni í nótt. Hvað bévítans rúllan gerði af sér veit ég ekki, en hún hlýtur bara að hafa átt þetta skilið miðað við útlitið í morgun.
Annars fór ég á fund í vinnunni í gær. Almáttugur - ég þarf að fara að sparka í rassgatið á sjálfri mér. Þegar ég vaknaði voru ræktarföt ekki tilbúin, morgunmatur óeldaður og seinni morgunmatur ekki planaður. Einn dagur eftir í fríi! Kippum þessu í liðinn í dag! Skrif munu einnig skána, batna, glitra til muna.
Ég var eins og hauslaus hæna í óskipulaginu í gær og hljóp í hringi...
...sem minnir mig á það! Ég er að fara að borða kjúlla. Hihiii...
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Heilsa, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
vá hjartanlega sammála þér.. skil ekki afhverju grillaður kjúlli er svona ROSALEGA góður...love it.held ég gæti aldrei fengið leið á kjúlla
knús til ykkar inn í helgina ÍhA
Heba Maren (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 08:25
Já, þetta dýr er átvaglinu til ævarandi hamingju og gleði.
Knúst til þín sömuleiðis - megi helgin verða þér stútfull af gúmmulaði
Elín Helga Egilsdóttir, 15.1.2010 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.