11.1.2010 | 19:55
Lax, lax, lax og aftur lax
Lax er svo góður. Ég gæti borðað lax að eilífu! Reyktur lax með capers og smá rjómaosti - gerist það betra?
Jah, jú. Ef undir laxinum væri ristuð beygla, aðeins meira af rjómaosti, krumpuegg, rauðlaukur og kannski smá kál til að gleðja augað! En hverjum er ekki sama um þaaað.. þetta var dásemdin einar.
Komst svo að því, mér til mikils hryllings, að ég hreinlega gleymdi að setja inn færslu í gær. Ætlaði að vera voðalega samviskusöm en ástæðan fyrir gleymskunni er eftirfarandi:
Set svo kannski myndina inn þegar hún er fullunnin. Það eru alveg góðir tveir dagar eftir af henni - ef ekki meira!
Svakalegt að vera í svona fríi.. maður verður ligeglad með eindæmum.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Fiskur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:11 | Facebook
Athugasemdir
váhá...ert þú að teikna svona flott? snillingur í öllusemsagt sem þú tekur þér fyrir hendur? stórt læk á það ;)
já vá ég elska lax en hráan lax get ég einungis borðað ofaná brauð...mmm lax...
Heba Maren (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 20:27
Þú hefur erft frá báðum öfunum elín! Double the joy double the talent! Vannst í genalottóinu!
inam (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 20:57
Þetta er nú hálfgert krafs ennþá en gleðilegt er að teikna.. ójá!
Elín Helga Egilsdóttir, 11.1.2010 kl. 21:20
Ad thú hafir thessa haefileika kemur mér ekki á óvart. Strax og ég sá myndina thá sá ég fyrir mér afa thinn.
Hungradur (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 22:57
Ja........það þarf ekki að spyrja að hæfileikunum hjá þér stelpa mín. Hæfileikar þínir virðast vera óþrjótandi. Þennan góða hæfileika sem þú varst að uppljóstra fyrir alþjóð ættir þú að nýta þér. Það væri ekki leiðinleg fyrirsögn á málverkasýningu .....með meira listaverkaívafi..........að heil fjölskylda sýndi verkin sín....
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 16:49
Æj takk fyrir þetta Solla mín, alltaf ertu jafn yndisleg!
Það er kannski spurning hvort ég taki þig ekki á orðinu og spjalli aðeins við gamla manninn
Elín Helga Egilsdóttir, 13.1.2010 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.