9.1.2010 | 21:45
Þar sem Spaghettifamelían kemur saman...
...þar er gaman! Og læti.... gamanlæti!
Já. Ég sem hélt að jólaátinu væri lokið! Afgangar og aukagums í matinn hjá Dossunni í kvöld. Ég var þó stillt. Stilltari en ég hefði getað verið. Stilltari en ég átti von á... en ég fékk mér samt ís! Ís er alheilagur "bannað að sleppa" eftirréttur.
Flestallar kerlingarnar í fjölskyldunni saman komnar í eldhúsinu. Það er ekki pláss fyrir þær allar en hverjum er ekki sama um það!
"Hræra í kartöflunum... það þarf einhver að hræra i kartöflunu" - "Ég get það ekki, er að skera laxinn..." - "Mamma, viltu láta þetta eiga sig og setjast niður" - "Kartöflurnar.. einhver" - "Ég held það sé of lítið af jafning" - "Ekki meira af múskati"- "Ertu að nota múskat?!?!?".
Á meðan bíður hinn helmingurinn, sem vit hefur á því að þvælast ekki fyrir inn í eldhúsi, og gónir á imbakassann.
Hér er svo veislu-afgangsborðið. Hversu mikinn mat er hægt að gúffa í sig ég bara spyr? Lamb, hamborgarhryggur, tartalettur, lax, laufabrauð, kartöflur, rauðkál, grænmeti... velmegunarmælirinn springur og naflinn stendur út!
Mafíósar, tartalettur og lax eru þó æði fín blanda og það er ósjaldan sem slíkt er etið með bestu lyst. Tartalettur a la amma eru að sjálfsögðu ómissandi partur af áti yfir árið.
Ein lettan slapp þó naumlega við þau örlög að vera étin. Tók klassíska dýfu út úr ofninum, í einn og hálfan hring með áttu og örlitlum snúning, beinustu leið á trýnið. Lét lífið í öllum hamagangnum - átta bandbrjálaðar kerlingar æptu upp yfir sig við dýfuna "Tartalettan... tartalettan er dáin"!
Leiðari tartalettu er þó ekki hægt að finna á þessari jörð held ég. Sjáið bara hvað hún er einmana!
Ég fékk mér að sjálfsögðu möndlurnar mínar að áti loknu. Þær eru ómissandi.
Lillurnar mínar.
Loks var piparkökuhúsið tekið fram og það brotið. Valdís Anna fékk heiðurinn af niðurrifinu! Leist ekki vel á blikuna fyrst - hafði miklar áhyggur af því að húsið myndi springa í loft upp.
Húsið niðurrifið og jólin formlega búin.
Ahh.. gott kvöld. Mikið gott kvöld.
Úúúúhhh hvað ég hlakka mikið til sumarsins
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 12:11 | Facebook
Athugasemdir
Sjúkkit - loksins kláruðust þessi jól, hélt að þetta yrði aldrei búið
En þögnin hérna heima þegar allir eru farnir er lamandi!
Dossan (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:48
Því get ég vel trúað. Ég er ein heima ákkúrat núna og múkkið er alveg að fara með mig!
Elín Helga Egilsdóttir, 9.1.2010 kl. 23:32
HAHAHAHAHA og puttinn á Paulsen BWHAHAHA !!!!
Heba Maren (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 00:18
Heba Maren: "og puttinn á Paulsen". Kjáni getur thú verid Heba Maren....sérdu ekki ad thetta er kvenlegur putti? Thetta er audvitad puttinn á Ellu okkar.
Thessar tartalettur koma munnvatnsrennslinu af stad.
Hungradur (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 10:29
Til að greiða úr öllum misskilningi þá er þetta heimsfrægur þumalfingur Svövu sytur minnar sem hrósar tartalettunum hástöfum
En já... tartaletturnar standa svo sannarlega fyrir sínu
Elín Helga Egilsdóttir, 10.1.2010 kl. 12:14
Hahaha alltaf gaman að heyra af ævintýrum la familia spaghetti! :) Elska tartalettur..
Erna (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 18:04
bwhahaha er þetta kvennmans putti? ó gæti alveg verið strákur HAHA..
ég kjánaprik..
Heba Maren (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.