18.8.2011 | 19:00
Spartverjaæfing
Það var vetrarlykt úti í morgun. Funduð þið hana?
Er annars að borða þetta.
Þetta...
...er gott!
Hvítkál, laukur og vorlaukur steikt saman uppúr olíu þangað til meyrt. Kryddað eftir smekk og svkettu af balsamic ediki + soja bætt fagmannlega út á.
Eggjakaka a la chef með spínati, pickles, dijon og tómötum.
Morguninn var tekinn í Spartverjaæfingu. Eða svo segir mér netið.
Ég trúi því samt alveg. Þetta var HIIT djöfulsins.
Þá sérstaklega þegar þú er þreyttur og pínkulítið svangur, sem er þó ekki alveg marktækt og heldur heimskulegt ástand til að taka æfingu í sem ber nafnið "Spartverjaæfingin".
En það er búið og gert.
Kærið mig.
Gerir þú þetta kvikindi vel og vandlega færðu kærkominn verk í rassinn, haminn, fæturna, rassinn... rassinn.
Nei, ég sagði kærkominn verk. Ekki "beygðu þig eftir sápunni" verk.
...
Þú baðst um þetta.
HVERNIG?
- 1 mínúta í djöfulgang
- 15 sek í hvíld, jebb, bara 15 sek
- 2 mín í hvíld eftir hvern hring, lengur/styttra eftir þörfum/getu
- Endurtaka hringinn þrisvar
Reynið fyrst og fremst að halda góðu formi og gera æfingarnar rétt í staðinn fyrir að ná sem flestum endurtekningum. Finna fyrir vöðvunum og virkja allt sem á að virkja og halda miðjunni alltaf spenntri. Það gerir ekkert fyrir ykkur að komast í 120 goblet með bakið í beygju, rassinn lafandi, hendurnar slappar og fæturna skáhallt uppávið og niður.
- Rangt form fer með skrokkinn, bakið og systemið, og þið fáið kryppu fyrir fertugt
- Ef þið næðuð að taka goblet í þessu ofangreindu ástandi væruð þið eflaust eitthvað annað en mannleg
Einn... tveir... og... byrja!!
- Goblet hnébeygja, djúúúp og góð beygja gott fólk. Hugsið rass, rass, RASS
- Mountain climber - púls
- Ketilbjöllu sveifla - púls
- T-armbeygjur
- Splitt hnébeygjur, með hoppi takk - púls
- Standandi róður m/kb, halla fram
- KB hliðarhnébeygja, kb snertir gólf
- Armbeygja með lóðum, lyfta upp lóði í efstu stöðu
- Framstig með snúning + lóði ef þið treystið ykkur
- Axlapressa m/lóðum eða ketilbjöllum
Stutt, hnitmiðað, svaðalegt, lyftingar, brennsla, 40 mínútur - inn og út úr salnum!
Prófið þetta sem fyrst mín kæru. Þið eigið eftir að standa á meiru en bara öndinni ef vel er í lagt!
18.8.2011 | 08:01
Prótein... marengs?
Þú veist þér þykir gott að borða óbakaða maregnsgleði!
Ekki reyna að neita því.
Það er syndsamlega svaðalega ljúft í allri sinnir sykurvímu og hamingjugleði!
Ég kynni því hérmeð til leiks skáfrænda "eitthvaðótrúlegasvipaðmarengsdeigi"!
Prótein berja marengs. Diet marengs? Marengs lite... M-Zero!
Matarklám, matarkóma... oh baby jebus feed me!
More to come!