TABATA í ofnsteiktri kjúklingafýlu

Ákvað að steikja mér kjúkling í dag. Ofnsteikja það er.

Merkilegt.. huhh.

Ekki svo mjög og ekki svo frásögu færandi nema fyrir þær sakir að í miðri steikingu fékk undirrituð sjúklegt ræktarkast og langaði ekkert annað en að sprikla af sér hægri fótlegg og þá helst rasskinnina með. En þar sem kvendið var núbúið að koma hænunni fyrir í hitanum, aðeins of paranoid, á góðri íslensku, til að yfirgefa ofninn á blússandi, aleinan og eftirlitslausan, og alveg að verða svöng í þokkabót... þá varð sprikl að eiga sér stað innan veggja Gúmmulaðihellisins.

Neyðin kennir naktri konu að kaupa sér amk handklæði, nema hún sé á nektarströnd, og undirrituð skellti sér spangólandi í þægilegri gallann og tók svo gott sem 30 mínútna TABATA hring í miðri kjúklingafýlunni.

Frábært.

Svangari en kvikindið sem var svo ógeðslega svangt truntaðist hreyfigúbbinn í gegnum intervalið, að drepast úr átspenningi allan tímann. Alltaf með annað augað á eldhúsinu, vitandi ó svo vel hvað beið þar kraumandi inn í ofni.

ÞETTA

Hræðilega ljót púta

Pouty

Ok... allt í lagi... hún er ekkert voðalega falleg greyið.

Ég veit.

Hún hefði eiginlega átt að líta svona út:

bjórkjúlli

Ekki svona!

Hræðilega ljót púta

SVONA

bjórkjúlli

ÓÓÓBAUUUBEH. Brotabrot úr næsta bloggpistli, jebb. 

En hænan var samt góð og bragðaðist alveg jafn vel og fínu grillgúbbarnir líta vel út hér að ofan!

Og ekki nóg með að pútan spangólaði, onei, heldur bar hugvitið kerlinguna ofliði í formi graskers/sellerírótar og niðurskorins lauks sem fékk að fylgja fyrrum ljóthænunni inn í ofn.

Ó-hænuguð í himnaríki hvað þetta var goooooott... mjög ófrítt... en svo goooooott!

Grasker/sellerírót og laukur

SkyndiTabatað stóð fyrir sínu, þó ég mæli ekki með "líkamsrækt" í kraumandi gúmmulaðimatarfýlu. Tala nú ekki um þegar svangið er byrjað að pota í undirmeðvitundina.

Fyrir - hálfnuð - búin

...bókstaflega.

Crazyhair kemur alltaf upp um krullhausana.

Ef hárið er rennislétt hefurðu ekki tekið nógu vel á því!

Tabata heima

Notaði þennan TABATA interval-tíma-utanumhaldara af því að Gymbossinn minn gaf upp öndina í síðustu viku, blessuð sé minning hans.

Ég er þó að bíða eftir nýjum. Að vera án Gymboss er skelfingin einar. Þetta er eins og að vera ekki með stóru tá. Þú veist ekki af henni fyrr en hana vantar!!!

Rassinn á mér og lærin eru ennþá afskaplega stressuð eftir djöfulganginn. Handleggirnir heldur vankaðri en ég átti von á.

Skyndihreyfing. Skyndihjólaþörf. SkyndiEsja.

Annars er Tabata í sporthúsinu á morgun, og á fimmtudaginn, 12:00 og 18:30, hjá mister Osm. Ég mæli með því að þið mætið.

Treystið mér bara. Þið sjáið ekki eftir því!

Þar er heldur engin kjúklingafýla.

Já????

Gott!

Hlakka til að sjá þig á morgun!


Pizzadeigið

Með greini!

The deig!

MÁNU-DEIG!

Þetta er kannski allt sem er hvítt hvítt deig, ger og allur pakkinn, en útbúið heimavið, frá grunni og allt náttúrulegt og krúttaralegt. Við vitum amk hvaða hráefni fela sig í þessu gleðispreði.

Eins og með suma pistla sem ég set hérna inn, pönnsur/kökur/nammi og önnur tilheyrandi óhollustustig í bland við sykursjokk, þá á þetta deig fullkominn rétt á sér. Ójá. Ég fann þetta á netrápi fyrir 100 árum en hreinlega man ekki hvar, get því ekki vitnað í snillinginn sem krumpaði þessu saman til að byrja með!

Af hverju:

  • er ég að deigafsaka mig hérna? -Eitthvað sem ég þarf ég að eiga við heilhveiti-spelt sjúklinginn hið innra.
  • set ég, laumulega, inn uppskrift af "pizzadeigi" á mánudegi? -Af því mér er umhugað um ykkar pizzuheilsu og vil ekki að þið farið á deigmis við þessa snilld og ég vil endilega að þið fáið ykkur pizzu næstu helgi og þessi hveitiklessa þarf ást og umhyggju og hún er æði og mér þykir bara svo hryllilega vænt um ykkur og aaaaahaaamen!

Allavega!

The deig!

Þarf að gerjast i 3 - 4 daga, en ó svo mikið þess virði.

Má nota el straxó en ó... óhóhó! Látið það bíða.

  • 1,5 bollar volgt vatn, en þó þannig að það sé kalt ef þú potar í með fingrinum
  • 1 tsk þurrger
  • 4 bollar hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1/3 bolli Extra Virgin Olive Oil
Hita ofn í 250 - 260 °C.
  1. Dustið þurrgeri fallega yfir vatn og látið bíða á meðan þið framkvæmið atriði 2 og 3 hér að neðan.
  2. Hræra saman hveiti og salti í skál
  3. Meðan hrærivélin er að dúlla sér, og hræra hveitið betur saman við saltið, hella ólífu olíunni útí þangað til hún hefur sameinast hveitikrumsinu
  4. Hella germixtúrú út í herlegheitin þangað til rétt svo blandað saman- deigið verður mjög klístró og blautt. En þannig á það að vera. Jebb jebb.
  5. Smyrja aðra skál með olíu - hafið hana í stærri kanntinum. Treystið mér.
  6. Útbúa kúlu úr deiginu
  7. Hella deigkúlunni í olíuborna skálina og snúdda svo öll kúlan verði þakin olíu
  8. Breiða plastfilmu vandlega yfir skálina og henda inn í ísskáp þangað til þú þarft að nota. Deigið á eftir að stækka um amk. helming, ekkert svaðalega, en hafið þó skálina stærri en minni.
  9. Best að útbúa deigið með dags fyrirvara, 2 eða 4 dagar eru jafnvel æskilegri
Nýkomið ofurpizzadeig úr kæli

 

Flehetja út

Sósa.

Átti ekki pizzasósu og nennti ekki að búa til frá grunni.

Hunts tómatsósa, basil, oregano, salt, pipar og smávegis sterkt Jamie Oliver pesto.

Wunderbar!

Sósa

Kom út hjartalaga... aaalveg óplanað.

Hjartalaga pizza

Ofurpizza

Prufubiti

PIzzadeig

Smá meira smakk.

Verksummerki

Verksummerki.

Og aðeins meira smakk

Stórskaddað eintak...

...en stórgott á bragðið og pizzuáferðin, el perfecto!

Stórsködduð pizza

Kem til með að nota þessa snilld um ókomin pizzaár... eða þangað til ég finn eitthvað sem gæti mögulega verið betra!

Ég er samt ekki viss um að það takist.


Bloggfærslur 4. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband