30.6.2011 | 09:23
Það byrjar allt á mælingum
Karvelio áskorun formlega hleypt af stokkunum. Núna er bara að bíða eftir planinu.
Staða frá því fyrir ári:
Eftir massíft Bootcamp sumar 2010:
- 56 kg.
- 15% fituprósenta
Staða í dag, eftir Tabata + lyftingar og svo gott sem enga brennslu 2011:
- 60 kg.
- 15% fituprósenta
Hvor Elínin haldið þið að innihaldi meiri vöðvamassa?
Ekki það að ég eigi eftir að vinna í þessari keppni. Heildar % niðurávið í vigt er það sem farið er eftir, enda ekki nema von. Það er besta leið til að mæla árangur hjá stórum hópi af mjög svo mismunandi fólki. Ég er amk ekki að stefna á að fara neitt mikið neðar í % svo við einblínum ekki á sigur gott fólk, óneii... horfum á aukinn styrk, gæði og betrumbætingar á hinum og þessum sviðum.
Da?
Hlakka til að sjá hvernig ástatt verður fyrir kvendinu að loknu sumri.
Húha!