Sumaráskorun og einhvurslags breytingar

Helgin í myndum seinna í dag, en þangað til... allskonar á allskonar ofan.

Er að spá í að breyta högun bloggsins blessaðs. Það fylgir straumum og stefnum átvaglsins í gríð og erg og nú virðist stefnan tekin í N-A frekar en S-V. Straumurinn er þó yfirleitt sá sami og hefur alltaf haft yfirskriftina:

"HEILBRIGT LÍFERNI... aðeins á ská"

Alltaf tími fyrir skammastrik á beinu brautinni. Maður verður að fá að taka nokkur skref afturábak, lúppur, hóla og hæðir í hringi og bugður og njóta ferðarinnar!

Við erum jú að þessu fyrir okkur sjálf er það ekki mín kæru?

Er annars að fara af stað í sumaráskorun a la Karvelio. Tveggja mánaða áskorun sem hefst ekki seinna en á morgun með *trommusláttur* fyrstu mælingu sem undirrituð hefur farið í síðan á eyðum '64. Ekki endilega sem viðmið, meira forvitni frekar en annað. Verður spennó.

Ætla að leyfa ykkur að fylgjast með að sjálfsögðu.

Læt fylgja með át og almenna hreyfingu en kem líklegast ekki til með að stikla á stóru þegar ég fæ mér eina skyrdollu. Held að allir þekki útlitið á þeim elskum. Átið mitt er hvort eð er, oftar en ekki, í sama farinu dag frá degi, og sökum þeirrar fúlu staðreyndar, að hálfan handlegg þurfi að láta í té til að kaupa efnivið í nokkrar kökur, verður tilraunum haldið í lágmarki í einhvern tíma.

En stóruppskriftapistlar og svindlhátíðir koma í og með, inn á milli, þegar vel er í lagt og með eilítið öðrum hætti en áður. Það kemur allt í ljós á næstu dögum.

Held það verði gaman og gleðilegt nokk. Þó sérstaklega vegna leynigestsins sem kemur til með að vera minn sérlegi aðstoðarhægrihandleggur.

Eða... ölluheldur ég, verandi hægri handleggurinn.

Hahh!

Allavega, tökum áskorunarstöðuna aftur eftir mánuðinn. Myndir, þurrkarabrækur sem knúsa rassa og aukinn styrkur/þol. Held það séu bestu mælitólin.


Bloggfærslur 27. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband