13.6.2011 | 19:41
Ég ætla aldrei að borða aftur
Sagði hún og stakk upp í sig eplabita!
Fimmtudagur til sunnudags. Hvað get ég sagt. Eitt, allsherjar fyllerí hvað mat og matartengdar gersemar varðar.
Fimmtudagur:
Ég og Erna fórum ofurhressar á sjóræningabíó. Sú var tíðin, strumparnir mínir, að 1000 krónukallar dugðu fyrir bíóferð og eilitlu bíó-áti.
Við skulum minnast þessa með 1 mínútu þögn!
*þögn* fyrir utan smá smjatt á súkkulaðibita
Nú þarf að versla sér gleraugu og innan nokkurra ára, þá þarf líklegast að klæða sig upp í galla svo hægt sé að taka þátt í bíómyndinni sjálfri.
Það mun kosta ykkur frumburðinn.
Þar sem ég er átvagl af guðs náð þá dugði ekkert minna en M&M og Dumble. Erna er poppskaffarinn!
Takk fyrir og amen.
Föstudagur:
- 6 sneiðar af 12" pizzu með rjómaosti, beikon og pepperóní...já.. næstum heil pizza og já, þetta pizzucomó er eðall!
- 1 lítill bragðarefur með Snickers, kökudeigi og oreos
- nammi fyrir Álbrand og ömmu hans
Laugardagur:
Nokkuð þæg frameftir degi. Tók Húsafells- og Reykholtsrúnt.
Að auki við grassetu og almennt afslappelsi endurnýjaði ég kynni mín við löngu gleymdan tilgang lífsins.
RISATRAMPÓLÍNIÐ
Bara Átvaglið og börnin!!
Þvílík hamingja!
Endaði svo í grilluðu lambi hjá móður og föður sem var guðdómur í hryggformi.
En var það nóg? ÓNEI!!!
- Datt inn á bbq kjúklingapizzu og kanilbrauðstangir hjá Dominos seinna um kvöldið
- 5 tonn af hnetum og rúsínum
Sunnudagur:
Vaknaði með hugann allan við meinlætalifnað, vatnsdrykku og hjólarúnta EN:
- 3 ískúlur sökum óviðráðanlegs ofurveðurs og ofurveðrum skal ætíð fagna með ís!!
- Kaffihúsahafrakaka
- Eplakökusneið með rjóma
- Franskar handa 23 sjómönnum
- Súkkulaðimuffins
Ahhhh!
Ég get því ekki sagt að helgin hafi verið slæm. Onei. Hún var góð. Kannski aðeins of góð ef það er þá hægt.
Tók eldhresst Tabata í hádeginu í dag, strunsaði heim með hugann við hjólatúr en beilaði á því sökum spennings við að klára þessa mynd:
Sit því núna, menningalegri en ofviti andskotans, á Café París. Sötra kaffi og te í bland, tek alvarlegar "þungt hugsi" störur út í tómið með 12 mínútna millibili, segi "mmmyyeees", fnasa, dæsi, teikna og endurtek hringinn á nýjan leik eftir vel ígrundaða skyggingu á teikningunni minni.
Maður verður að lifa sig inn í kaffihúsahlutverkið mín kæru. Láta eins og áhyggjur alheimsins liggi einvörðungu á manns eigins herðum og Guðbrandur bíði eftir því að þú finnir lausnina við hungursneið og volæði!
Ég ætlaði að segja 42 en það er víst frátekið.
*sööööötr*
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.6.2011 | 13:30
Játningum helgarinnar....
...verður svoleiðis fleygt fram seinna í dag!
En þangað til...
...í alvöru? Ha? Gott fólk?
Ef þetta er ekki um það bil það ógirnilegasta "á að vera fínt" sem ég hef séð!
((hrollur))
Þegar ég bið um hambó þá vil ég svo sannarlega ekki fá alla beljuna kramda á milli tveggja brauðsneiða með kálblað á höfðinu! Kallið mig tepru, en greinilegar útlínur dýrsins sem á boðstólnum er, er mfood killer af bestu sort.
"Ætla fá einn krabba í brauði... með tómatsósu"
Krabbó, nei takk.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)