Tabata, 25 kílómetrar og grautar

Þeir gerast nú varla betri en þetta.

Dagarnir.

Þvílík veður yndis ofurblíða og dásamlegheit!

Fyrir viku síðan var snjór. Fyrir viku síðan var janúar.

Ahhh! Vaknaði með hjólablæti á háu stigi. Á þó ekki hjól... svei sjálfri mér fyrir því. Dagurinn byrjaði á sjálfknúnu tabata sem tók frekar hressilega í sjálfspíningarhvötina verð ég að segja. Hálfum banana var rústað með hraði korter í hamagang og Hámark gúllað með fjórföldum bananaátshraða.

Tók mig til og dressaði mig upp í sumarklæðnað eftir allgott steypibað að sjálfsögðu. Hlíró, stuttó og sumarskó-ó!

Grænt, grænt gras!

Sumarið að koma

Labbaði áleiðis í Gúmmulaðihellinn. Ofurdásemd og glimmer og allt sem að glitrar.

Labbandi átvagl

Þar hitti ég á gamla settið mitt. Þau færðu mér rós þessir strumpar, mér og mömmu, í boði mömmudagsins. Ekki að ég sé orðin, eða sé að verða, mamma. 

"En þú verður það von bráðar gamla kerling..." var mér sagt. Gamla kerling.

Ég fékk því rós.

Rósin mín og afinn minn

Aparólan kallaði á mig. Ég hlýddi.

Ég lagðist.

aparólan og ég

Og stakk táslunum í sólargeislann. Þó þær séu ljótari en amma andskotans, þá eiga þær skilið að fá að taka þátt í svona sól og blíðu og hamingjunnar Herkúles. 

hitatáslur

Stökk þarnæst inn í hús til að vekja systurdýrið mitt sem lá hrjótandi inn í rúmi. Nei, eigi skal Íslending vanta, utandyra, þegar rjómablíða leggur landið í einelti.

Bjó því til einn klassískan bananagraut fyrir kvekendið og lokkaði vampíruna fram í morgunmat.

Þessi skartaði möndlum og kotasælu ásamt vanilludropum fyrir einskæra grautargleði.

banana og möndlugrautur með kotasælu

banana og möndlugrautur með kotasælu

5 mínútum seinna!

AHHHHHH

Systurtær!

systurtær

Og einn allsvaðalega þreyttur kisi.

Gulmundur

Lá og bakaði mig þangað til hungrið fór að segja til sín á nýjan leik.

Fyrir valinu var fyrirframákvaðið krums sem ég forfærði úr Gúmmulaðihellinum í svaðilför minni í uppeldisstöðvarnar í morgun. Þetta ku vera farandesti með meiru mín kæru.

  1. Svo ég éti ekki Gúmmulaðihöllina út á gaddinn. Ekki það að foreldrar mínir eigi ekki alltaf nóg að spísa.
  2. Réttilega samsett snarl og engin fyrirhöfn.

Skyr var það heillin, hnetukrums og, næstum, allt sem er grænt grænt.

farandnesti

Hafið þið einhverntíman séð svona mynd á blogginu mínu?

Kannast einhver við þetta púsl? Skyr og möndlur.... einhver?

SKYRKRUMS

Almennilegt át og ég á leiðinni út í bakstur á nýjan leik.

HJÓLA

Óviðráðanleg hjóladella morgunsins yfirtók undirritað hinsvegar eftir átið og ég hljóp á mettíma yfir til Svövu hjólafrænku minnar kærrar.

Rændi þar af henni:

  • Hjóli
  • Hjálm
  • Gleraugum
  • Tösku

HO HOOOOO

Tilbúin

Kílómetramælir gerður klár...

hjólagleði

...gymbossinn fékk að vera memm... og lago!

skeiðglukkuboss

WOAAHHHHH HVAÐ ÞETTA VAR GAMAN

Segi ykkur það. Hef ekki skemmt mér svona hjólandi vel í langan, laaangan tíma. Þvílík og slík var hamingjan að næst á dagskrá eru hjólakaup. Þannig er það nú bara.

Aðra eins ofurslökun hef ég sjaldan komist í tæri við, ofurslökun ásamt svaðalegri útrás í bland við tryllingslega hamingjugleði þegar ég svoleiðis spídígonsaleðaðist niður brekkur.

Var meira að segja komin í svo geigvænlega einbeittan hjólagír að ég svo gott sem lagði hjólið á hlið í beygjum! Hvorki börn né gamalt fólk voru óhult fyrir hjóladólgnum. Slíkur var hraðinn að það eina sem sást var gul lína sem í heyrðist:

"WHEEEEEEEE....." Þegar kvendið brunaði framhjá.

Svona næstum!

Ahhh, eins og að vera 7 ára *sífellthjólandi* aftur. Snilldin einar.

Veðrið gæti mögulega, jafnvel kannski eitthvað smá, haft eitthvað um þessa óyfirstíganlegu hamingju að gera.

Rakst svo á þetta...

...ughhh hvað mig langar...

fullorðins hjólagleði

... og þetta...

höfnin

...25 kílómetrum seinna, nokkrum stoppum og almennu hangsi, í mínútum talið.

gymbossinn stendur fyrir sínu

Fór svo hraðast í 47 km á jafnsléttu. Hahh!

Ojjjjj hvað þetta var skemmtilega eðalfrískandi og fínt. 

Át eitt epli um leið og ég skoppaði af hjólinu, restina af skyrdollunni, lúku af hnetum og steinrotaðist í tvo klukkutíma. Takk.

Vaknaði með andfælum þegar móðir mín lét háværasta hnerra ársins líta dagsins ljós. Borðaði kveldmat í formi pulsu. Stökk upp á nýjan leik, bjó til enn einn grautinn handa systur minni grautarsvöngu í morgunmat... á morgun....

Múslígrautur með banana og kirsuberjasósu

...og sit nú, nærri dauða en lífi, að skrifa þetta pistilsgrey hérna.

Næst á dagskrá

  1. Hjól
  2. Víkingaþrek hjá Mjölni - jebb, búin að skrá mig
  3. Svefn

Ekki að það komi þessum degi eitthvað við en þá er þetta er nýjasta viðbótin í aumingjans eyrað sem fast er við höfuðið á mér vinstramegin.

Ég á nefnilega nokkur eyru í lausu sem gott er að grípa í af og til. 

gatasigti
Hmmm.... hahh! Þið fáið kannski bara að geta ykkur til um hvaða lokk ég er að tala um Wink

Þvílíkur svaða dásemdar eðaldagur að kveldi kominn ljúfust.

Hjóól hjóól skín á mig..

Svona, eiga sunnudagar, og sumardagar, að vera.

Nótt í hausinn á ykkur.


Bloggfærslur 8. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband