30.5.2011 | 09:39
Umkringd snillingum
Fékk svo svaðalega góðar fréttir í dag. Ég er öll uppveðruð og fluffy í sálinni.
Hihiiiii
ok.. ok...
Þetta... er Erna... og litli Lallinn hennar
Erna er:
- besta vinkona mín
- tuðsvampurinn minn þegar ég þarf að rífast yfir, bæði, smá- og stórvægilegum hlutum
- bootcampf félagi extraordinaire og hefur, því tengt, borið átvaglið á bakinu upp brekkur
- mikil, mikil hvatning
- Lois
- alltaf til staðar
- allsvaðalega klárt eintak
- alltaf til í allskonar vitleysu
- lögfræðingur, eiginkona (lesist með mmmyeees), mamma, að æfa fyrir 5km hlaup
- allsvaðalegasti reddari sem fyrirfinnst á jörðinni. Þurfir þú hvíta brunaslöngu með fjólubláum, misstórum, doppum sem sprautar vanillubúðing, þá er hún manneskjan til að tala við.
- uppáhalds uppáhald
- verðandi dr. Erna!
- ... (þetta ku vera ofr. línan því punktarnir eru töluvert fleiri en fram koma hér)
- snillingur
Hún fær hrósið mitt í dag og hjemmelavet sushi, næstkomandi fimmtudag, fyrir einskæran brilljans og hamingju. Fékk ofurmasterslögfræðinámsstyrk í dag!!! Amen.
Geri aðrir betur. Ha...
Ojjj hvað ég á ofurklárt vinkvendi!
- 04:45 - Banana sjúfflé
- 05:00 - 50 mín hjólarúntur
- 06:00 - Rækt, bak og brjóst
- 06:50 - Hleðsla með kókos og súkkulaði - ágætis sull
Esjuveður? Já, ég held það barasta.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)