Hádegisvinnuát og elítufólk

Hádegismaturinn er einn af mínum uppáhalds uppáhalds mötum. Virkilega.

Ég hlakka alltaf til þess að setjast niður með hádegiselítunni minni, stundvíslega kl 10:46, og gúffa í mig risaskammt af salati. Flundurfersku og risastóru... salati.

Stundum með ábót, búbót, sokkabót, þokkabót.

Sokkabót er afskaplega óæskilegt til átu hinsvegar.

Eldhúselítan samanstendur yfirleitt af eldhússkvísunum mínum, Ernu og Þórunni, hnébeygju á Einari H. og Elínu H. Sem ku vera undirrituð.

Ernan mín og Þórunn mín

gleðin einar

Já, við borðum hádegismatinn okkar um 11 leitið.

Við hópinn hafa bæst nokkrir valinkunnir einstaklingar yfir mánaðanna rás. Snemmvaknarar og ræktarfrömuðir. Hjólagúbbar og Crossfit brjálæðingar.

Það er gleði.

Mikið sem eldhúskvendin eru nú frábærlega æðislegar samt. Maturinn, í orði, á ekki að byrja fyrr en 11:30. Eins og ég hef áður sagt. Dekur og meira dekur.

Typical ofur hádegismatur a la vinnan!

vinnusalatfjall

Vér elsku tómata

Fjóólublátt kál.

Fjólkál

Núna er hinsvegar margt að gerjast í loftinu og eftir mánuð eða svo kem ég til með að þurfa að fara með mitt eigið ofursalat í vinnuna. Nýju vinnuna. Jebb.

Það verður öðruvísi.

Tilraunir á hádegismatartilraunir ofan í nánustu sumarframtíð... ef sumarið lætur þá sjá sig blessað.

Ég kem til með að sakna elítunnar minnar all svaðalega. Það verður bara að segjast.

Tímarnir framundan eru þó hryllilega spennó og tilhlökkunin allverulega yfirgripsmikil!

Í þessum töluðu...

Möndluskyr

...epli gúffað í morgunsárið og Hámark um 14:00 leitið í dag.

Saffran í kvöld? Já, það gæti bara vel mögulega verið!

Játningum hérmeð lokið.

Sjáið svo bara hvað amma mín elsku besta bjó til fallega fínt hálsmen handa mér!Öööölsk á það!

Ömmuhálsfesti

Esjan á morgun?


Bloggfærslur 24. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband