Póstergelsa júróvisjón helgardjell

Helgin í smámáli og myndum.

Ég náði að pirra mig á póstinum! Ekki að það sé þess virði að pirra sig yfir... ekki það að eitthvað, hvað svo sem það er, sé þess virði að pirra sig yfir? Í alvöru?

Lífið er of stutt fyrir tilgangslausa pirringa. EN ég pirraði mig samt og já, ég tuða yfir því núna.

Ykkur til ævarandi hamingju geri ég ráð fyrir! Afsakið fyrirfram...

...en þegar... maður pantar sér eitt stykki svona glæsilega fínan rauðan miða.

engan fjölpóst

Þá vill maður ekki sjá póstkassann sinn gubbandi fréttablaði og Hagkaupsbæklingum! Onei

yfirfullur fjölpóstkassi

vaaarlega

Það fær pirrarann hið innra til að froðufella af einskærri gremju og ónotalegheitum og einhverju sem er ekki æskilegt svona dags daglega!

BLAARGH GLAARRRGAAFLARGH!

æl

HOKAYYY... þá er það búið!

Aafslappelsi, gott ét, gott fólk og ræktin tekin með trompi. Ahhh. Óskir um gott veður fóru bókstaflega út í... jah, veður og vind.

Veðrið var ágætt jú, en hitinn hefði mátt kyssa 15 gráður... eða hærra.

Mér hefði ekki mislíkað hærra!

Létum sjá okkur í bænum um helgina. Ótrúlegt afrek. Kolaportið fékk okkur í heimsókn þar sem ég keypti mér geypifín hjólagleraugu!

eðalgleraugu

Núna er bara hjálmurinn og eitt stykki lás eftir... jah, og almennilegt hjól, en þett er ágætis byrjun.

Koló og kaffi í desert. Mikið sem ég öölska kaffihús sem láta svo gott sem einn súkkulaðidropa fylgja sopanum.

kaffisopi

súkkulaðielsk

Ég fékk líka að borða rest af uppáhalds uppáhaldinu mínu.

Froða!

kaffifroða

nohm 

Kaffihúsalistaverkið sem vinkaði mér á veggnum var ánægjulegt með eindæmum.

fínerí

Röltum 10 skref til hægri og viti menn.

Kræst!

sjálfsagapróf

Látum sjálfsagann fá lítið verkefni í dag. Ha. Hvernig væri það?

Allskonar gleðilegt

ugyh

Nokkuð viss um að það hafi verið veðmálatíð hjá æðri máttarvöldum þennan daginn.

Eeeelíííín...... EEEEEELÍÍÍÍÍN.....

Brauðgrís

Brauðgrís

Fengum skrúðgöngu beint í æð.

Skrúðganga

Þar rákumst við á hana Rikke! Enn og aftur eitthvað sem gladdi mig óstjórnlega.

Rikke

Ekkert nema gleðin einar að hitta á yndislegt fólk þegar maður býst enganveginn við því.

Við tók smárölt og smá-át!

uppáhalds

Júróvisjón átt svo hug okkar allan að kveldi.

Nammihlaðborðið óx og dafnaði, jafnt og þétt frá 18:00 - 18:34. Eftir þann tíma óx það ekki nokkurn skapaðan hlut og var með öllu horfið um 21:00.

18:00

gleðin að ná átavglshámarki

18:17

Meiri nammihamingja

18:34

EL PERFECTO

Salatskurður og almennt fjas ásamt eldhúspilli og beikonáti í bland við æpandi júróvisjónfólk.

Amma sankaði að sér öllu því áfengi sem hún fann og sat á því eins og ormum á gulli....

...OOOORMUR Á GULLI GAMLA GEIT!

Amma gamla og bjórinn

Litla lús og stóra lús

eldhúsmellur

júróvisjóngleði

Smágrísir þurfa líka að borða!

Lítið fólk þarf líka mat

Kettir greinilega líka.

Kisar... þurf líka mat

Amma stal áfenginu, Valdimar stal ábreiðu litla stubbs og var nokkuð kátur með þýfið.

Afi horfir miklum girndaraugum á teppið... vona ég!

Valdri þreytti

fallegt fólk

valdísin sætarúsína

Grillmeistarinn pabbúla flúði vettvang og sat nokkuð sæll undir sólhlífinni og klappaði grilinu endrum og eins.

Aleinn í heiminum

Þrátt fyrir, að því er virtist, óstöðvandi úrhelli, breyttust þessar elskur...

ofurburgerar að verða til

...í þetta!

Hello my babies

Og bara svo allir séu með það á glimrandi tandurhreinu! Þá er hjemmelavet laukchutney og sveppabeikonhræringur algerlega... algerlega, ómissandi hamborgaraþættir!

Meðlæti

OG ÞETTA!

góðborgari

Að eilífu...

chomp

...amen!

hamborgaragleði

AHHH hvað hamborgarar eru góðir borgarar! Þó sérstaklega jevróvisjónmömmborgarar!

Að auki við góðborgara, megafröllur og meðlæti þá voru tvær T-bone steikur murkaðar.

Í orðsins fyllstu murkingu.

Death to a steak

Rjómi var samnefnari eftirréttanna sem ekki voru af verri sortinni.

Ooonei!

Khalúakrums og draumaterta. Það gerst varla betra... rjómi með rjóma og meiri rjóma ofan á rjóma?

rjómasprengjur

Sunnudagurinn var tekinn í þarfa afvötnun. Hann innihélt meðal annars Saffrankjúlla, skyr og möndlur í tonnatali.

Núna ætlar ungfúin að hjóla í ræktarhús, svitna smá, hjóla til baka og nota restina af kvöldinu í afslöppun og notalegheit.

Yfir og ú!


Bloggfærslur 16. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband