Glóir sem gull

Bæði morgunhimininn klukkan 4:45 í morgun!

Sjááið hvað þetta er gullfallegt!

Gullhiminn

Og Gullbylgjan sem ákvað að spila þetta snilldarinnar lag!

"Sííímtólið teeeeek, taaala í þaaaaað, tiiiil þeeeess að seeeegja þér...."

Gullbylgjan er án efa mín uppáhalds ofurstöð - seventís og hamingja.

Ekki örvænta. Ég lofa, ég var að keyra, skipta um gíra, stýra og fylgjast með veginum. Ég hélt bara á myndavélinni. Aspasklukkan er líka korteri of fljót þessi elska. Hef ekki haft nennu, né vilja, til að breyta henni.

Því, þið vitið, það er svo svakalega tímafrekt og erfitt.

Talandi um aspas.

BWAAAHAHAHAHAHAAAAA.....

Uppvakningaaspas

...sá þessa uppstillingu í Hagkaup í gær og froðufelldi úr hlátri. Uppvakninga-aspas gott fólk! Kominn til að ljóstillífa þig til ólífis!

uaspas

Ég meina'ða. Ha. Hverskonar eiginlega framstilling er þetta hahaha. Hvers á aumingja aspasinn að gjalda?

"Fyrirgefðu, já, ég ætla að fá einn aspas. Bara einn. Þennan lengst til hægri undir þessum sem liggur á ská á móti ljósa aspasnum. Já, einmitt... ákkúrat þennan.

Ég fæ svo einn poka hjá þér líka"

Aaaaallavega... 

Í gærkveldið ákvað ég að lifa hættulega og sjóða mér pott af "Steel Cut Oats". Jebb. Heilir hafrar sem búið er að splæsa niður í tvo eða þrjá hluta. Sumsé, mun minna unnir. Ekki þessir sem við þekkjum vanalega, þessir pressuðu. Onei, þessir láta þig vinna fyrir peningunum og neyða þig til að nota geiflurnar.

Steel Cut Oats

Steel Cut Oats

Steel Cut Oats

Steel Cut Oats

Og ómæ grautarinnar heilagur andi alls sem er áferðaperralegt og edorfínlosandi til átu... í þessu lífi og næsta.

EKKERT SVONA... dramatík, þá sérstaklega matardrama, er fullkomlega leyfileg fyrir klukkan 8 á morgnana.

En í fullri ofuralvöru, þá vara þetta svaða. Ég gerði svosum ekki mikið við gumsið annað en að blanda samanvið skyr (ofan í dollunni að sjálfsögðu), vanillu, kanil og bláber. Átti ekki torani. Vildi spara hafragrautsskreytarann eilítið og smakka þetta hreint og beint og haaaaaalalujah systir! Skóflaði þessu inn í ísskáp eftir samansuðu í gærkvöldi og hljóp frammúr í morgun til að smakka.

Tilbúin??

Steel Cut Oats áferðarhamingja

Ohm... ohm nohm nom 

Já... takk... förer!

Steel Cut Oats áferðarhamingja

Þykkildi yfirtók alheiminn og áferðaperinn er búinn að vera að klappa mér á öxlina síðan áti lauk. Ég svoleiðis skar gumsið í tvennt gott fólk. Gleðin við að tyggja litlu hafraklumpana kollverpti efitirvæntingunni við átið, til hins betra, og eftir sat eitt, hamingjusamt, átvagl.

Steel Cut Oats áferðarhamingja sundurskorið gums

Nei, það verður ekki alveg jafn mikið úr þessu og pressuðum höfrum. Pressuðu dýrin verða meira deigó og skemmtilegir. Það væri eflaust hægt að sjóða þessa betur, meira, lengur og það kem ég til með að gera næst og sé hvaða snilld ég uppsker við það.

Ohm nohm nohm.

Hlakka mikið til næstu grautardaga. Það held ég nú.

Dagskráin í dag:

  • 08:00 - Ommiletta
  • 11:00 - Hádegisnart
  • 12:00 - Tabata
  • 13:30 - Hámark
  • 15:30 - Án efa eitthvað ét sökum óviðráðanlegs síhungurs
  • 18:00 - Kvöldmatur 
  • 19:00 - Þrekgrunnur að víkingaþreki

Ketilbjöllur, ólympískar lyftingar, blandaðar bardagaíþróttir, högg, spörk og annað álíka ofurspennó í kvöld.

Eeeeeeheeeeeeek hvað ég hlakka til!


Bloggfærslur 10. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband