8.4.2011 | 09:01
Andstutt og harðsperruð
Maður tekur sér tæpa tvo mánuði í "pásu" og kemur út úr því eins og krypplingur á einari!
Get svo svarið það gott fólk. Hressandi nokk að gera æfingar í dag sem ég gerði með annað augað lokað, á meðan ég bjargaði heiminum og klappaði kettlingum, fyrir rúmum mánuði síðan.
Tók einn klassískan Karvelio með öllum sínum armbeygjum, hoppum, froskahoppum og ofuræfingum og eftir hringinn sat ég hlæjandi í svitapolli og vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Held líka að ræktarfólk hafi forðast mig viljandi. Stórbilað kerlingarhræ skellihlæjandi í svitabaði þvaðrandi eintóma vitleysu. Másandi eins og beljan á básnum. Fer ekki frá því að ég hafi slefað smá á meðan æfingu stóð.
Ég talaði tungum mín kæru.
Í einskæru þreytumóki, vaðandi villu og svima... og svita... og töluverðan skjálfta. Ég meina'ða! Ég er meira að segja með harðsperrur í maganum!
Í MAGANUM!!! Ég hef ekki fengið harðsperrur í magann í rúmt hálft ár!!
Ahhh hvað þetta er æðislega eðalfínt alveg! Lovit! Get ekki beðið eftir því að gíra mig upp aftur.
Graut svolgrað í morgun fyrir æfingu og kaffipróteini og beyglu sporðrennt stuttu eftir hamagainginn. Tebollinn samur við sig og rútínan farin að taka á sig mynd að nýju.
Speki dagsins!
Ó þú auma tilvera... eða, kannski ekki tilveran. Öllu heldur skrokkurinn á mér. Aumari búk hefur Rögnvaldur sjaldan séð og hann var pyntingameistari á miðöldum.
Oj þér Elín Helga, svei þér bansett. Skammastu þín!
Að öðru öllu gleðilegra!
Fermingarveislan hennar Helgu Þallar litlu frænku er á morgun. Pff... "litlu" frænku. Meira ég sem er orðin "gamla" frænka.
Við sjáum þó um kjúklingaspjótin, brauðið og Pavlovuna og það er bara brotabrot af gleðinni! Jebb! Þetta verður ein... fín... veisla!
Úhhhhh hvað það hlakkar í átvaglinu!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)